Gjaldmiðlar kynjanna Alexandra Ýr van Erven skrifar 15. mars 2022 11:01 Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Jafnréttismál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkurinn minn, Samfylkingin, er femíniskur flokkur sem lætur til sín taka. Við stofnun flokksins fengum við femíniska arfleifð í vöggugjöf frá Kvennalistanum. Í þingkosningum í haust voru fjórir af sex oddvitum flokksins konur. Sjálf er ég 26 ára gömul og þykir svo einstaklega vænt um að hafa verið treyst fyrir því að gegna embætti ritara þessa flokks þegar ég var kjörin í starfið á síðasta landsfundi En það er þó ekki svo að Samfylkingin frekar en aðrir flokkar geta kallað þetta gott og litið svo á að kvenfrelsis- og mannréttindabaráttunni sé lokið. Í ljósi þess að við erum að sigla inn í sveitarstjórnarkosningar er gagnlegt að líta á tölur um kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum. Hlutfall kvenkyns fulltrúa í sveitarstjórnum er lægra en karla en það sem mér þykir jafnvel alvarlegra er að hlutfallslega mun færri konur hljóta endurkjör en karlar. Með öðrum orðum þá dvelja konur mun skemur en karlar í stjórnmálum og það er alvarlegt. Ástæða þess er eflaust margþætt en ég er viss um að stór þáttur hennar felist í þeirri stjórnmálamenningu sem tíðkast, bæði í mínum flokki og á öðrum vettvöngum stjórnmálanna. Ég biðst afsökunar á þeirri kynjatvíhyggju sem þessi skrif endurspegla en vona að mér fyrirgefist dæmisins vegna. Það er vel þekkt að konur þurfa að sanna sig margfalt meira heldur en karlar til þess að ná á sama stað og þeir og við heyrum endalausar reynslusögur af þeim ósýnilegum hindrunum sem konur verða fyrir í stjórnmálastarfi. Konur þurfa iðulega að færa ítarlegri rök fyrir sínum málstað, þær fá ítrekað þau skilaboð ýmist skýrt eða undir rós að þær verða nú að passa að vita sinn stað, þeim er stundum gleymt og það er gjarnan tekið fram í fyrir þeim. Þegar þær svo loksins segja eitthvað, minnast á ranglætið, eru þær beðnar um að vera ekki með þetta vesen. En það er svo gott að reiða sig á konur til þess að tryggja friðinn og sjá til þess að öllum líði vel. Það er nefnilega þannig að við krefjum konur um alveg ótrúlegt magn af umhyggju. Ég er þess nefnilega fullviss að það er umhyggja kvenna sem heldur þessu samfélagi gangandi. Og ég er ansi hrædd um að við séum að ganga allt of mikið á þessa umhyggju. Við sjáum það líka í láglaunastörfum kvennastétta, í hugrænni byrði þriðju vaktarinnar svokölluðu og við sjáum það í þeirri menningu sem við viðhöldum í samfélaginu og þar með talið stjórnmálum. Munurinn á þeirri kröfu sem við gerum til umhyggju kvenna annars vegar og karla hins vegar er rosalegur. Til þess að setja þetta upp í líkingamál sem ég veit að öllskilja þá mætti eiginlega segja að umhyggju þessara tveggja kynja sé sitthvor gjaldmiðillinn. Umhyggja kvenna er hin íslenska króna þar sem verðbólgan étur upp hvert framlag, það er aldrei neitt nóg og við erum korter í gengisfellingu. Á meðan er umhyggja karla stöðug mynt Evrópusambandsins, stendur nokkurn veginn í stað en ef við fáumaðeins meira en við bjuggumst við hrópum við húrra og teljum okkur hólpin. Ég er orðin þreytt á að búa í þannig samfélagi og mig langar virkilega að við jöfnum þessa tvo gjaldmiðla út. Höfundur er ritari Samfylkingarinnar.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun