Vaktin: Rafmagn komið aftur á í Tsjernobyl Árni Sæberg, Fanndís Birna Logadóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 13. mars 2022 08:00 Árásin var gerð við borgina Lviv sem er nálægt landamærum Úkráinu og Póllands. AP Photo/Felipe Dana Úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa skotið á herstöð við landamæri Póllands, sem er NATO ríki, en 35 létust í árásinni að sögn yfirvalda. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Helstu vendingar: Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Herstöðin er innan við 25 kílómetra við landamæri Póllands. Varnamálaráðherra Úkraínu segir að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. 35 létust og 134 særðust við árásina samkvæmt nýjustu tölum. Utanríksiráðherra Úkraínu segir rússneskar hersveitir hafa rænt öðrum borgarstjóra, Yevhen Matveyev, borgarstjóra Dniprorudne. Rússneski herinn kom í gær nýjum borgarstjóra fyrir í borginni Melitopol sem er á þeirra valdi en Ivan Fedorov borgarstjóra var rænt síðastliðinn föstudag. Loftvarnaflautur hljómuðu í Kænugarði og heyrðust sprengingar víða. Bandarískur blaðamaður frá New York Times var drepinn í úthverfi Kænugarðs í morgun. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir rússneskar hersveitir reyna að umkringja úkraínskar hersveitir í austri. Þá segja yfirvöld í Ivano-Frankivsk í vesturhluta Úkraínu að ráðist hafi verið á flugvöll í borginni. Áfram verður reynt að opna öruggar flóttaleiðir víðs vegar í Úkraínu í dag og er vonast til að hægt sé að koma birgðum til Mariupol. Sprengjum var varpað á lest í Donetsk sem var að flytja flóttafólk en lestarstjórinn lést við sprenginguna. Vakt gærdagsins má finna hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tsjernobyl Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Sjá meira