Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Fanndís Birna Logadóttir, Árni Sæberg og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 12. mars 2022 07:52 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist viss um að Rússum muni ekki takast ætlunarverk sitt. AP Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Helstu vendingar: Varnamálaráðuneyti Úkraínu segir að meirihluti rússneska herliðsins sé nú 25 kílómetrum frá miðborg Kænugarðs. Rússar höfðu herjað á fjölda borga í Úkraínu í gær og virðast nú búa sig undir stórsókn inn í höfuðborgina. Úkraínskir miðlar greindu frá því í morgun að kviknað hefði í tveimur olíubirgðarstöðvum eftir árásir Rússa. Loftvarnaflautur hljómuðu í flestum borgum Úkraínu í morgun og var fólk hvatt til að leita skjóls. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn hafa orðið fyrir gríðarlegu höggi og fullyrðir að Úkraína muni bera sigur úr býtum. Hann sagði um þrettán hundruð úkraínska hermenn hafa fallið frá upphafi innrásarinnar. Vonir eru bundnar við að hægt verði að koma upp öruggum flóttaleiðum í dag úr borgum á borð við Mariupol en sprengjum var varpað á mosku í borginni í morgun. Yfirvöld í Kænugarði og Donetsk segja Rússa halda árásum sínum áfram þrátt fyrir fólk á flótta. Vesturlöndin tilkynntu í gær frekari refsiaðgerðir til handa Rússum vegna innrásarinnar. Evrópusambandið mun í dag kynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn. Selenskí kallaði eftir því í ávarpi sínu að leiðtogar heimsins gerðu meira. Hér má finna vakt gærdagsins.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Sjá meira