Bankareikningum Chelsea lokað tímabundið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2022 19:15 Thomas Tuchel er þjálfari Chelsea. Hann hefur þurft að svara ýmsum spurningum fjölmiðla er varða eigendur félagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands. Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Sjá meira
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31
Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30