Bankareikningum Chelsea lokað tímabundið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2022 19:15 Thomas Tuchel er þjálfari Chelsea. Hann hefur þurft að svara ýmsum spurningum fjölmiðla er varða eigendur félagsins. Robbie Jay Barratt/Getty Images Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands. Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið. Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Breska ríkisstjórnin telur tengsl Abramovich við Kremlin og þar með við Vladimir Pútín forseta Rússlands nægilega mikil til þess að banna honum að eiga í viðskiptum innan Bretlands eða við fyrirtæki landsins. Þá fær hann ekki að selja Chelsea, félagið fær ekki að selja miða á leiki sína né varning og þá má það ekki semja við leikmenn sem eru að renna út á samning. Þó félagið hafi fengið sérstakt leyfi til að halda starfsemi sinni áfram voru ýmis viðurlög sett. Til að mynda hversu mikið félagið mætti eyða í ferðalög. Nú hafa bankareikningar félagsins verið frystir tímabundið. Ástæðan er samkvæmt Sky Sports sú að Barclays þarf tíma til að skoða reikninga Chelsea vegna leyfisins sem félagið fékk til að halda áfram starfsemi sinni. Chelsea vonast til að bankareikningarnir verði opnaðir sem fyrst en það er ljóst að þetta mun hafa gríðarleg áhrif á félagið. Þá hafa kreditkort félagsins einnig verði fryst tímabundið. Chelsea s bank account has been temporarily suspended by Barclays following sanctions placed on Roman Abramovich by the UK government pic.twitter.com/j8VjdpS5X2— B/R Football (@brfootball) March 11, 2022 Samkvæmt Kaveh Solhekol, blaðamanni Sky, þá er Barclays að skoða hvort bankinn geti átt í viðskiptum við Chelsea þar sem Abramovich er enn eigandi félagsins þó svo að bankareikningurinn sé í nafni Chelsea. „Bankinn vill vera viss um að Chelsea sé aðeins að eyða peningum í það sem ríkisstjórnin hefur gefið þeim leyfi fyrir,“ segir Solhekol í frétt Sky um málið.
Fótbolti Enski boltinn Innrás Rússa í Úkraínu Bretland England Tengdar fréttir Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31 Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Stærsti styrktaraðili Chelsea hættir stuðningi við félagið Stærsti styrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea, farsímafyrirtækið Three, hefur hætt stuðningi sínum við félagið, að minnsta kosti tímabundið. 10. mars 2022 18:31
Eigandi NFL-liðs í New York hefur áhuga á að kaupa Chelsea Robert „Woody“ Johnson, eigandi NFL-liðsins New York Jets er sagður ætla að koma með tilboð í enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea. 8. mars 2022 15:30