Norðlenskir verktakar kepptu hart um þjóðveg við Hrafnagil Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2022 23:35 Teikning af nýju deiliskipulagi Hrafnagilshverfis sýnir nýja legu þjóðvegarins meðfram bökkum Eyjafjarðarár. Eyjafjarðarsveit/Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar Fjórir norðlenskir verktakar kepptu hart um að fá að leggja nýjan þjóðveg meðfram Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit. Þegar tilboðin voru opnuð hjá Vegagerðinni í vikunni reyndust þau öll vera undir kostnaðaráætlun, eitt þó sýnu lægst. Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli. Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Lægsta boð áttu G.V. Gröfur ehf. á Akureyri, upp á 373,5 milljónir króna. Það var 75 prósent af áætluðum verktakakostnaði, upp á 496,7 milljónir króna, eða 123 milljónum króna lægra en áætlunin. Teikning af nýrri legu Eyjafjarðarbrautar vestri meðfram Hrafnagili.Eyjafjarðarsveit Næst lægsta boð kom frá G. Hjálmarssyni hf. á Akureyri, upp á 471,4 milljónir króna, sem var 94,9 prósent af kostnaðaráætlun. Þriðja lægsta boð áttu Nesbræður ehf., Akureyri, upp á 478,5 milljónir króna, eða 96,3 af áætlun. Hæsta boð átti Árni Helgason ehf., Ólafsfirði, upp á 489,8 milljónir króna, eða 98,6 prósent af áætluðum kostnaði, að því er fram kemur á heimasíðu Vegagerðarinnar. Með verkinu á að flytja Eyjafjarðarbraut vestri austur fyrir þorpið í Hrafnagili. Nýr vegur verður lagður meðfram bökkum Eyjafjarðarár á alls 3,6 kílómetra kafla. Jafnframt verða lagðar nýjar heimreiðar, samtals um 250 metra langar. Tengingar við þorpið verða tvær, önnur norðan við Jólahúsið og hin norðan Bakkatraðar. Tengingu til suðurs verður lokað fyrir akandi umferð. Verktími er áætlaður rúm tvö ár. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. júlí 2024. Hrafnagil er um 13 kílómetra sunnan Akureyrar. Í þorpinu búa núna um 300 manns.Eyjafjarðarsveit Íbúar Hrafnagils er núna um 300 talsins og hefur íbúafjöldinn þar tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Alls búa um 1.100 manns í Eyjafjarðarsveit, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Sveitarfélagið kynnir um þessar mundir nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir liðlega eitthundrað nýjum íbúðum í hverfinu. Þar af verða 38 einbýlishús, um 40 íbúðir í raðhúsum og 26 í fjölbýli. Skipulagið gerir jafnframt ráð fyrir íþróttahúsi á stærð við KA-heimilið ásamt körfuboltavelli og hreystivelli.
Eyjafjarðarsveit Vegagerð Umferðaröryggi Akureyri Skipulag Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira