Tókust á um hvort uppfæra þyrfti varnarsamninginn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 12:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra, tókust á á þingi í dag. Vísir/Arnar Katrín Jakobsdóttur, forsætisráðherra og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um hvort þörf væri á því að uppfæra varnarsamning Íslands við Bandaríkin, í ljósi nýrra ógna. Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“ Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Umræðan hófst þegar Þorgerður Katrín tók til máls í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Þar sagði hún varnarsamning Íslands við Bandaríkin, sem skrifað var undir árið 1951, vera hornstein í þjóðaröryggismálum Íslands. Sagði aðstæður breyttar Þorgerður Katrín sagði aðstæður hins vera orðnar verulega breyttar. „Varnarsamningurinn þarf með ótvíræðum hætti að taka til netárása sem beinast gegn öryggi landsins. Hann þarf líka að taka til mikilvægis órofinna samgangna, innviða og samskipta Íslands við umheiminn á ófriðartímum, eins og birgðaflutninga, sæstrengja eða orkuöryggis. Þetta gerir samningurinn ekki í dag,“ sagði Þorgerður Katrín. B-2 Spirit á Keflavíkurflugvelli þann 2. september síðastliðinn.U.S. Air Force/Victoria Hommel Beindi hún þeirri spurningu að Katrínu hvort að hún sem forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs teldi ekki ástæðu vera til að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin. Katrín svaraði spurningu Þorgerðar Katrínar ekki beint, í fyrstu, en sagði að það lægi fyrir að uppfæra þyrfti áhættumat í þjóðaröryggismálum svo að hægt væri að leggja sjálfstætt mat hvar þörfun væri brýnust. Spurði Katrínu aftur Þorgerður Katrín virtist ekki vera sérstaklega ánægð með svar Katrínar og sagði hana ekki hafa svarað spurningunni. „Þetta er athyglisvert. Forsætisráðherra, sem situr í ríkisstjórn sem meðal annars Sjálfstæðisflokkurinn er aðili að, getur ekki sagt skýrt og klárt að það eigi að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin, sem er frá árinu 1951, í ljósi þjóðarhagsmuna, þjóðaröryggis, sagði Þorgerður Katrín,“ en þingflokkur hennar lagði í gær fram þingsályktunartillögu um aukið alþjóðlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Þvær þotur á flugi.Vísir/Tryggvi Spurði hún því Katrínu aftur. „Mun ráðherra beita sér fyrir því að taka upp varnarsamninginn við Bandaríkin í ljósi þess að hann geymi skýrari ákvæði til að verja okkur Íslendinga, ekki bara varðandi netöryggi heldur líka til þess að vita hversu langan tíma Bandaríkjamenn ætla sér til að bregðast við ef við óskum eftir aðstoð þeirra í óöruggum aðstæðum?“ Sakaði Þorgerði Katrínu um mælskubrögð Katrín kom þá í pontu og sagði spurningar Þorgerðar Katrínar koma á óvart og sagðist hún telja varasamt af hálfu Þorgerðar Katrínar að sá þeim fræjum að varnarnasamningurinn stæðist ekki tímans tönn. „Hann er fyrir hendi. Hann hefur verið uppfærður tvisvar sinnum, 2006 og svo 2016, og það er ekki bara mitt mat sem formanns þjóðaröryggisráðs, sem hæstvirtur þingmaður vill helst reyna að láta líta tortryggilega út, heldur mat ríkisstjórnarinnar að á þessu sé ekki þörf, þetta sé algerlega skýrt sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu sem einnig er kveðið á um í þjóðaröryggisstefnunni,“ sagði Katrín. Sakaði hún Þorgerði Katrínu einnig um að bæta mælskubrögðum. „Ég held að ekki sé ástæða til að grípa til slíkra mælskubragða þegar ástandið í heiminum er jafn alvarlegt og raun ber vitni. Ég held að engin ástæða sé til að koma hér upp og reyna að láta líta svo út að íslensk stjórnvöld séu ekki að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja öryggi íslenskra borgara um leið og við leggjum það af mörkum sem við getum til að koma í veg fyrir þær hörmungar sem fólkið í Úkraínu stendur frammi fyrir. Við erum að beita okkur með mannúðaraðstoð og öðrum þáttum.“
Alþingi Öryggis- og varnarmál Viðreisn Utanríkismál NATO Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira