Stúdentalýðræðið á stríðstímum Úlfur Atli Stefaníuson skrifar 10. mars 2022 08:01 Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Um helgina var ég staddur á landsþingi íslenskra stúdenta á Hólum í Hjaltadal, ásamt um það bil 40 öðrum fulltrúum stúdenta víða af landinu. Helgin fór fram með stakri prýði og fannst mér markvert hversu lýðræðislegt þingið var, en stúdentar frá háskólum landsins sem og fulltrúar íslenskra stúdenta erlendis unnu þar vel og örugglega saman í þágu stúdenta. Á sama tíma var mér mjög svo hugsað til jafnaldra minna og kollega, stúdentahreyfingarinnar austur í Úkraínu. Þau eru því miður ekki svo lánsöm þessa dagana að geta blómgað lýðræðið sitt eins og við í Landssamtökum íslenskra stúdenta, einfaldlega vegna þess að þau eru upptekin við að verja tilvist þess með kjafti og klóm. Stúdentahreyfingar heimsins hafa í gegnum árin verið boðberar framþróunar og mannréttinda og munu ef að líkum lætur vera það áfram um ókomna tíð. Ég vona svo innilega að það verði enn til staðar úkraínsk stúdentahreyfing til þess að byggja upp háskólaumhverfi úkraínsku þjóðarinnar á ný þegar stríði lýkur. Loks vil ég benda á óskir UAS (Ukranian Association of Students) um að innrásinni sé mótmælt og samstarf við rússneskar menntastofnanir sé stöðvað á meðan stríði stendur. Einnig er gott og gilt að styrkja fólk á flótta, en þess má geta að íslenskir dýralæknanemar búsettir í Slóvakíu hafa sýnt gott fordæmi og sendast þau milliliðalaust með nauðsynjavörur til flóttafólks í gegnum fésbókarhópinn ”Söfnun fyrir flóttamenn frá Úkraínu”. Eins og áður hefur komið fram styðja stúdentahreyfingarnar á Íslandi úkraínsku þjóðina og stúdenta þar í landi heils hugar. Háskólanemendur í Úkraínu eiga skilið frið til þess að geta sinnt sínu námi, vinnu og lífi. Höfundur er ritari LÍS (Landssamtök íslenskra stúdenta).
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun