Vigdís ætlar ekki aftur fram í borginni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. mars 2022 15:38 Vigdís var kjörinn borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík á kjörtímabilinu sem nú er að líða. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, mun ekki sækjast eftir því að leiða lista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hún gagnrýnir stöðu mála innan borgarinnar en telur að gagnrýni hennar fái ekki hljómgrunn að kosningunum loknum. Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Vigdís greinir frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram í færslu á Facebook síðu sinni og segir ástæðurnar fyrir því margar. „Í fyrsta lagi hefur kjörtímabilið verið mjög krefjandi pólitískt séð. Ég hef flett ofan af fjármálasukki í fjölda málaflokka í borgarrekstrinum án nokkurra afleiðinga fyrir borgarstjóra og meirihlutann,“ segir Vigdís. Þá segir hún að fjárhagsstaða borgarinnar sé komin langt yfir hættumörk þar sem skuldirnar eru áætlaðar 240 milljarðar í árslok 2026. „Þar af er búið að skuldsetja næsta kjörtímabil upp á 92 milljarða samkvæmt lántökuáætlun. Það er sérlega ósvífið,“ segir Vigdís. „Í þriðja lagi þá hefur viðhald skólahúsnæðis verið ófullnægjandi og grunnskólabörn eru á hrakhólum út um alla borg. Ekki hefur verið staðið við uppbyggingu leikskóla og borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem leiðir til fasteignaverðs í hæstu hæðum,“ segir Vigdís. Að lokum segir hún allt benda til þess að borgarstjóri ætli að halda völdum með útfærslum að nýjum viðreistum meirihluta, líkt og eftir seinustu tvær kosningar. „Ég sé því ekki fyrir mér að nokkuð breytist á næsta kjörtímabili. Ég met það svo að gagnrýni mín á rekstur borgarinnar með tillögum til úrbóta fái ekki hljómgrunn að kosningum loknum,“ segir Vigdís. Jóhannes Loftsson sækist eftir fyrsta sæti Vigdís var upprunalega kjörinn borgarfulltrúi árið 2018 þar sem hún leiddi lista Miðflokksins en hafði fyrir það hlotið kjör sem þingmaður árin 2009 og 2013. Jóhannes Loftsson tilkynnti á dögunum að hann myndi sækjast eftir fyrsta sæti á lista Miðflokksins í borginni og lét hann þá af störfum sem formaður Ábyrgrar Framtíðar. Í færslu um framboðið sagði Jóhannes að vandamálin hefðu hrannast upp í borginni á síðustu árum og að bregðast þyrfti við sem fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira