Vaktin: Selenskí sendir vestrinu tóninn Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 9. mars 2022 23:00 Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu. AP/Forsetaembætti Úkraínu Úkraínumenn segjast hafa komið um fjörutíu þúsund manns úr nokkrum borgum Úkraínu sem Rússar sitja um í dag. Tímabundið vopnahlé náðist í morgun og lauk því klukkan sjö að íslenskum tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var gagnrýninn á leiðtoga Vesturlanda í kjölfar þess að hætt var við að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Ekki tókst þó að koma birgðum til íbúa Maríupól vegna árása. Embættismenn þar segja vel yfir þúsund manns hafa dáið í árásum Rússa á undanförnum dögum. Helstu tíðindi: Bandaríkjamenn segjast nú mótfallnir því að senda Úkraínumönnum orrustuþotur. Er það eftir nokkurra daga viðræður og deilur embættismanna sitthvor megin við Atlantshafið. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í ávarpi í kvöld að vestræna leiðtoga skorti hugrekki. Annaðhvort ættu þeir að setja á svokallað flugbann eða gefa Úkraínumönnum þotur svo þeir gætu gert það sjálfir. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir forseta Rússlands hafa neitað að binda enda á stríðið og í hvert sinn sem hann hafi fengið tækifæri til þess, hafi hann í staðinn bætt í. Úkraínumenn hafa sakað Rússa um að brjóta gegn vopnahléinu sem komið var á í dag til að auðvelda brottflutning og mannúðarstarf. Mikið hefur verið um sprengingar í Mariupol en utanríkisráðherra segir Rússa halda hundruð þúsund manna þar í gíslingu. Loftárás var gerð á barnasjúkrahús og fæðingardeild í Maríupól í dag. Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi á morgun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að litið yrði á árás á birgðaleiðir að landamærum Úkraínu sem árás á bandalagið. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Sjá meira