Leggur til að sumarbústaðir verði nýttir sem húsnæði fyrir flóttamenn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2022 21:36 Ölfusborgir eru eitt af þeim sumarhúsasvæðum, sem Elliði sér fyrir sér, sem húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hvetur verkalýðsfélög landsins til að lána sumarbústaði sína undir flóttafólk frá Úkraínu. Hann nefnir Ölfusborgir til dæmis í því sambandi en þar er um fjörutíu hús, sem gætu rúmað tæplega 200 manns frá Úkraínu. Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Reiknað er með fjölda flóttamanna frá Úkraínu til Íslands sem eru á flótta vegna stríðsins. Þá koma strax vangaveltur um húsnæðismál, hvar fólkið eigi að búa á Íslandi. „Maður hefur heyrt að þetta verði fjögur til sex þúsund manns og þetta held ég að verði eitt af stærri verkefnum, sem sveitarfélögin hafa tekið í hvað þetta varðar. Það þarf að byrja á því að tryggja húsnæði og þar eiga sveitarfélögin erfitt með að gera eitthvað en að hjálpa til við að leita. Við eigum ekki íbúðarhúsnæði fyrir svona mikinn fjölda og flest sveitarfélög hafa ekkert húsnæði yfir að ráða, sem hægt er að grípa strax til,“ segir Elliði. Og þá kemur hugmyndin um alla sumarbústaði stéttarfélaga um land allt og þá nefnir Elliði, sem dæmi Ölfusborgir þar sem eru um 40 sumarhús. Elliði reiknar með fjögur til sex þúsund flóttamönnum frá Úkraínu til Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson „ASÍ hefur stigið fram og skorað á kjarafélögin að leggja fram þau sumarhús, sem mögulegt er. Í Ölfusborgum erum við með klasa af sumarhúsum, sem liggja nærri þéttbýli, bæði hér í Ölfusi, Þorlákshöfn, Hveragerði og Árborg. Og ef til vill er hægt að koma þarna fyrir góðum hópi af flóttamönnum og þessi þrjú sveitarfélög gætu þá ef til vill tekið sig saman um að veita þessa mikilvægu þjónustu, sem fólkið þarf á að halda,“ bætir Elliði við. Elliði er sannfærður um að stéttarfélögin séu tilbúin að lána sína sumarbústaði til flóttafólks. „Já, mér finnst falleg orka í gangi á Íslandi þar sem allir vilja leggjast á eitt. Við tökum þetta nærri okkur, þetta er bæði viðskipta- og vinaþjóð okkar til langs tíma, þetta er fólk, sem við viljum allt hið besta, eins og heimurinn allur, þannig að ég held að allir leggist á eitt í þessu,“ segir bæjarstjóri Ölfuss. Elliði hvetur stéttarfélögin að lána sína sumarbústaði fyrir flóttafólk, bústaði, sem eru út um allt land í eigu félaganna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Innrás Rússa í Úkraínu Stéttarfélög Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira