Myndband sýnir árásina í miðbænum um helgina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. mars 2022 10:25 Tvítugur íslenskur karlmaður varð fyrir alvarlegri stunguárás við Ingólfstorg í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Myndband af árásinni er komið í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá í spilaranum að ofan. Andlit hlutaðeigandi hafa verið afmáð. Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Alda Lárusdóttir, móðir fórnarlambsins, sagði í viðtali við fréttastofu í gær að sonur hennar væri á sjúkrahúsi eftir árásina sem var fyrir utan skemmtistaðinn Club 203. Alda lýsti því þannig að hann hefði lent í smávægilegum útistöðum við hóp manna fyrr um kvöldið, sem virtist lokið, en þeir svo snúið aftur skömmu síðar. „Þeir koma svo að honum og segja já þetta var hann. Og byrja svo að króa hann af og láta höggin dynja á honum. Hann átti sér ekki von, einn fór fyrir framan hann og einn fyrir aftan hann. Hann heldur að það sé bara verið að berja hann svona fast í bakið. Nei, þá var bara búið að stinga hann sex sinnum,“ sagði Alda. Alda segir son sinn hafa rambað á sjúkrabíl í bænum og fengið að fara þar inn. Líðan hans var í gær sögð stöðug. „Það er bara gott að hann er lifandi. Maður er náttúrulega þakklátur fyrir það.“ Lögregla hafði ekki haft hendur í hári árásarmannanna um hádegisbil í gær. Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segist ekkert geta tjáð sig um málið sem sé í rannsókn. Lögregla muni senda frá sér tilkynningu ef hún hafi eitthvað um málið að segja. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað hjá ungu fólki undanfarin ár. Þetta má sjá í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur um ofbeldisbrot hjá ungu fólki. Þar kemur fram að árið 2021 voru 170 einstaklingar undir 18 ára grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot og brotin það árið voru 219 í heildina. Borið saman við til dæmis við 2016 þá voru 98 einstaklingar grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot undir 18 ára og ofbeldisbrotin voru 118 í heildina.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sonur Öldu stunginn sex sinnum í bakið: „Þakklát að hann sé á lífi“ Íslenskur karlmaður liggur á sjúkrahúsi eftir að hann lenti í alvarlegri stunguárás í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Móðir hans, Alda Lárusdóttir, segir mildi að ekki hafi farið verr. 6. mars 2022 11:56