Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 20:18 Æðarfuglar eru friðaðir og fá þurfti sérstakt leyfi til að aflífa þá sem höfðu orðið illa úti í olíuleka á Suðureyri. Aðsend mynd Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna. Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna.
Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Sjá meira
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42