Friðaðir fuglar drepast og ólíft í kringum skólann Snorri Másson skrifar 6. mars 2022 20:18 Æðarfuglar eru friðaðir og fá þurfti sérstakt leyfi til að aflífa þá sem höfðu orðið illa úti í olíuleka á Suðureyri. Aðsend mynd Íbúi á Suðureyri er óánægður með viðbrögðin við olíuleka sem varð á fimmtudag. Afla þurfti leyfis hjá lögreglu til að aflífa friðaða fugla - og það er að sögn íbúa ólíft í kringum grunnskólann og sundlaugina vegna lyktar. Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna. Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Tugum anda hefur verið komið fyrir inni í hlýjunni og reynt að fjarlægja olíu úr fjöðrum þeirra, eftir að þær lentu í ógöngum við höfnina á Suðureyri. Þar er allt á floti í olíu eftir að fleiri þúsund lítrar láku úr niðurgröfnum tanki sem gaf sig á fimmtudag. „Olía lekur í tjörnina og til dæmis skólinn hérna og krakkarnir og þeir sem voru í sundlauginni, það er eiginlega bara ólíft á þessu svæði. Svo lekur þetta niður í tjörn og sjó. En á laugardaginn þegar enginn viðbragðsaðili sem virtist ætla að gera neitt til að bjarga æðarkollunum og æðarblikunum, sem eru friðaðir fuglar, þá tökum við bara höndum saman og förum að bjarga því sem bjargað verður,“ segir Auður Steinberg, íbúi á Suðureyri, í samtali við fréttastofu. Fuglarnir eru friðaðir - þannig að það þurfti sérstakt leyfi til að aflífa nokkra þeirra. Og það var gert. „Það er hundleiðinlegt þegar svona fer. Það er í sjálfu sér ekki mikið sem hægt er að gera. Það er búið að tæma tankinn. Væntanlega er einhver olía í jarðvegi þarna við tankinn og það verða gerðar áætlanir um að fjarlægja það,“ segir Anton Helgason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Olíutankurinn var í notkun þar sem Landsvirkjun hafði takmarkað rafmagn til íbúa. Auður Steinberg segir ábyrgðina hjá Orkubúi Vestfjarða. „Íbúar eru mjög óánægðir með viðbrögðin í rauninni. Það gera sér allir grein fyrir að þetta er að sjálfsögðu slys. Lekinn er ekki viljandi, en viðbrögðin eru þannig að það segja allir. Heyrðu það er að koma helgi og þetta gerist eftir helgi, eins og slysin gerist bara á milli átta og fjögur á virkum dögum,“ segir Auður. Endurnar eru nú í hinni nýju Fuglamiðstöð Suðureyrar - og vandséð hvert eigi að sleppa þeim út í náttúruna. Ekki er hægt að setja þær aftur út í olíuna.
Bensín og olía Ísafjarðarbær Fuglar Dýr Umhverfismál Tengdar fréttir Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05 Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Íbúar bjarga biksvörtum fuglum eftir olíuleka á Suðureyri Íbúar á Suðureyri hafa þurft að taka til hendinni og bjarga fuglum sem hafa farið illa út úr þúsunda lítra olíuleka sem varð í bænum á fimmtudag. 6. mars 2022 12:05
Íbúar hafa áhyggjur af „megnri olíulykt“ í kjölfar umhverfisslyss Klukkan tíu í gærkvöldi uppgötvaðist að niðurgrafinn olíutankur, sem staðsettur er í hlíðum Suðureyrar, væri farinn að leka. 5. mars 2022 12:42