Segir mikilvægt að ræða varnarstefnu Íslands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 12:17 „Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi,“ segir Baldur. Vísir/Vilhelm „Líklega þarf ekki nema áhöfn eins kafbáts eða einnar lúxussnekkju rússnesks auðjöfurs, sem lóna fyrir utan hafnir landsins öll sumur, til að taka yfir helstu stofnanir landsins,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur í færslu á Facebook. Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“ Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Baldur, sem er sérfræðingur í málefnum smáríkja, fjallar þar um hversu smáríki eiga mikið undir vernd stærri ríkja og á Íslandi sé föst viðvera öryggissveita eða herafla frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins forsenda þess að fæla óvinveitta aðila frá því að ráðast á landið. Hann segir fælingarmáttinn skipta sköpum. Í færslunni segir Baldur meðal annars að viðvera herafla eða loftrýmis- og kafbátaeftirlits á landinu sé ekki föst að nafninu til en spurning sé hvort hún sé það í raun. Þannig hafi tímabundinni viðveru hermanna á Íslandi frá 2014 til 2017 verið þannig háttað að „hver sveitin tók við af annarri, þannig að um stöðuga viðveru hermanna var að ræða“. Segir ráðamenn hafa gleymt sér í gleðinni „Þessi staðreynd virðist vera nokkuð feimnismál á stjórnarheimilinu og í raun ekki mikið rædd almennt,“ segir Baldur. „Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum og bandalagsríkjunum er ekki um fasta viðveru herafla að ræða. Ef viðvera herafla er í rauninni föst þá er hér um tvískinnung að ræða. Tvískinnung sem er alvarlegri en í fyrstu virðist. Það að viðkenna ekki opinberlega nær stöðuga viðveru varnarliðs á vellinum eða koma ekki á formlegri fastri viðveru varnarliðs dregur úr þeim fælingarmætti sem aðildin að NATO og varnarsamingurinn við Bandaríkin felur í sér. Þannig myndi föst viðvera varnarliðs fæla óvinasveitir frá árás.“ Baldur segir ráðamenn vesturveldanna hafa gleymt sér í gleðinni yfir hruni Sovétríkjanna. „Mikilvægi fælingarstefnunnar gleymdist en hún var lykillinn að sigri vestrænna ríkja í kalda stríðinu. NATO-aðildin, varnarsamingurinn við Bandaríkin og föst viðvera varnarliðs var ætíð hryggjarstykkið í utanríkisstefnu Íslands. Fæla skyldi óvininn frá því að ráðast á landið og bregðast við þegar í stað ef kæmi til innrásar. Nú hefur rússneski björninn vaknað úr dvala. Það kallar á að látið verið af þeim tepruskap sem einkennir umræðuna um varnarmál hér á landi. Ræða þarf mikilvægi fælingar og varnarstefnu Íslands.“
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira