Brákarey í Borgarnesi fær nýtt skipulag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. mars 2022 14:01 Byggðaráð Borgarbyggðar hefur samþykkt að leita eftir áhugasömum aðilum til samvinnu um heildarskipulagningu og uppbyggingu Brákareyjar. Hugmyndir eru um að stofna jafnvel þróunarfélag sem hefði það hlutverk að vinna úr hugmyndum og íbúafundum, sem haldnir hafa verið undanfarin ár vegna starfseminnar í eyjunni. Aðsend Brákarey í Borgarnesi mun fá nýtt líf með nýju skipulagi en nú er leitað af áhugasömum aðilum til samvinnu við Borgarbyggð um heildarskipulagningu og uppbyggingu eyjunnar. Brákarey er náttúruperla með sterka menningarlega skírskotun til Íslendingasagna og þykir því vel við hæfi að henni verði gert hátt undir höfði. Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira
Brákarey er lítil klettaey fram af Borgarnesi og er eyjan tengd við land með brú yfir Brákarsund. Nú er mikill hugur hjá forsvarsmönnum Borgarbyggðar að eyjan muni í framtíðinni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Þórdís Sif Sigurðardóttir er sveitarstjóri Borgarbyggðar. „Brákarey er algjörlega óslípaður demantur með fullt af möguleikum og þar er í rauninni hægt að gera hvað sem er þar. Brákarey hefur verið stolt okkar og náttúruperla og náttúrulega með menningarlega skírskotun til Íslendingasagnanna þar sem Brák var að reyna að synda út í Brákarey til þess að flýja. Þess vegna teljum við mikilvægt að við gerum henni hærra undir höfði heldur en hún er núna,“ segir Þórdís Sif. Þórdís Sif Sigurðardóttir, sveitarstjóri Borgarbyggðar, sem er spennt fyrir nýju skipulagi og uppbyggingu í Brákarey í Borgarnesi.Aðsend Þórdís segir að nú hafi verið samþykkt að leita eftir einhverjum aðilum með framsæknar hugmyndir varðandi uppbyggingu á svæðinu og jafnvel standi til að stofna þróunarfélag um eyjuna. „Þannig að við leggjum áherslu á að þetta sé gert í sátt og samlyndi við þá starfsemi sem þarna er núna eftir því sem möguleiki er til. Við vitum að það þarf að rífa hluta af húsnæðinu sem er þar,“ segir Þórdís enn fremur. Þórdís Sif segir að Brákarey sé óslípaður demantur með ógrynni af möguleikum. Það er sýn sveitarfélagsins að eyjan muni samanstanda af blandaðri byggð og þjónustu sem verður til þess að hún iði af mannlífi. Það er mikilvægt að halda í sérkenni eyjunnar, að við íbúar upplifum Brákarey á jákvæðan hátt og að uppbyggingin þar sé falleg í takt við eyjuna og bæjarstæðið.Aðsend
Borgarbyggð Skipulag Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Sjá meira