„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. mars 2022 09:14 Börn heilbrigðisstarfsmanna bíða foreldra sinna á spítala í Maríupól. AP/Evgeniy Maloletka „Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni. „Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira
„Fólk drekkur úr pollunum á götunni.“ Petro Andryushcenko segir stöðugar árásir Rússa hafa gert hluta borgarinnar óhæfan til að búa í. Ekki hafi tekist að telja látna né bjarga særðum. „Þetta bara stoppar ekki,“ segir hann. „Allir sem reyna að fara út hætta lífi sínu. Þess vegna getur borgarstjórinn ekki óskað þess af fólki; það væri eins og að senda það í opinn dauðann.“ „Árásirnar eru stöðugar og handahófskenndar,“ segir Diana Berg, einn íbúa Maríupól. „Þegar þú ert úti á götu getur þú hvenær sem er átt það á hættu að eldflaug lendi hjá þér.“ Berg sagði fólk engu að síður fara út til að kveikja elda til að halda á sér hita. Tilraunir til að koma á vopnahléi og koma íbúum úr borginni fóru út um þúfur í gær. Úkraínumenn sögðu Rússa ekki hafa virt vopnahléið en Rússar sökuðu Úkraínumenn um það sama. Til stendur að gera aðra tilraun í dag en Andryushchenko segir borgaryfirvöld bera takmarkað traust til Rússa. Hins vegar sé um að ræða hinstu von borgarbúa. Myndir af því þegar heilbrigðisstarfsmenn freistuðu þess að bjarga hinum 18 mánaða Kirill á spítala í Maríupól á föstudag hafa vakið hörð viðbrögð.Foreldrar Kirill, Fedor og Marina Yatsko, komu með drenginn á sjúkrahús eftir að hafa orðið fyrir árás Rússa. Tilraunir til að bjarga Kirill báru ekki árangur.AP/Evgeniy Maloletka
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Sjá meira