Þrjú og hálft ár fyrir manndráp af gáleysi í Vindakórsmálinu Árni Sæberg skrifar 5. mars 2022 13:29 Héraðsdómur Reykjaness Vísir/Vilhelm Dumitru Calin hefur verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa banað Daníel Eiríkssyni af gáleysi fyrir utan heimili hans í Vindakór í fyrra, auk marvíslegra annarra brota. Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna. Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Daníel Eiríksson fannst illa leikinn fyrir utan heimili sitt í Vindakór þann 2. apríl síðastliðinn og lést af sárum sínum á Landspítalanum daginn eftir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að fljótlega hafi vaknað grunur um að Dumitru Calin hafi átt hlut að máli þegar Daníel slasaðist. Hann hafi verið handtekinn sama dag og Daníel lést af sárum sínum. Að lokinni rannsókn lögreglu var Dumitro ákærður fyrir manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Málsatvik voru þau að Dumitro ók bifreið sinni á fimmtán til tuttugu kílómetra hraða sem leið lá út úr innkeyrslu fyrir framan Vindakór 2, þrátt fyrir að Daníel hafi hangið í hliðarrúðu bílsins. Þannig drógst eða hljóp Daníel með bílnum minnst um fjórtán metra þar til hann féll til jarðar með þeim afleiðingum að hann hlaut höfuðhögg sem dró hann til dauða daginn eftir. Dumitru ók bifreiðinni af vettvangi án þess að athuga með líðan Daníels. Dumitru krafðist sýknu af ákærum saksóknara með vísan til þess að hann bæri ekki ábyrgð á þvi hvernig fór sem og að skilyrði neyðarvarnar hafi átt við. Hann segir Daníel hafa staðið í hótunum við sig og ráðist að sér með haglabyssu. Þá hafi Daníel verið í annarlegu ástandi sökum vímuefnaneyslu en hann sagði jafnframt fyrir dómi að tilgangur heimsóknar hans til Daníels hafi verið að kaupa af honum fíkniefni. Niðurstaða héraðsdóms var að Dumitru hafi gerst sekur um manndráp af gáleysi og að hafa látið farast fyrir að koma manni til bjargar. Þá hafi neyðarvarnarsjónarmið ekki átt við. Búðarhnupl og umferðarlagabrot Ákæra á hendur Dumitru var margþætt og tók einnig til þjófnaðar á fjölda Iphone-síma úr verslun Símans, hnupli úr Byko, fjársvika, með því að hafa tekið út pening af korti annars manns í heimildarleysi og fjölda umferðarlagabrota. Dumitro var dæmdur sekur allt það sem hann var ákærður fyrir og dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisrefsingar. Þá skal hann greiða foreldrum eina og hálfa milljón króna, hvoru um sig, í miskabætur og rúmlega eina milljón króna í útfararkostnað. Þá greiði hann málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, rúmlega fimm milljónir króna og annan sakarkostnað, ríflega tvær og hálfa milljón króna.
Dómsmál Kópavogur Mannslát í Vindakór Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira