„Ég biðst afsökunar á þessu og verst að vera ekki með eitthvað af þessum munum. Ég held að þeir muni skila sér,“ segir Kristjón Kormákur í hlaðvarpinu Mannlífið með Reyni Trausta sem birtist á vef Mannlífs í kvöld.
Brotist var inn í skrifstofu Mannlífs í janúar síðastliðnum og öllu efni eytt af vef miðilsins. Reynir Traustason sagði í samtali við Vísi að honum liði sem honum hafi verið misþyrmt.
Kristjón Kormákur er ritstjóri og einn eigenda vefmiðilsins 24.is - Þínar fréttir, sem liggur reyndar niðri þessa stundina. Í hlaðvarpinu segir Kristjón að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi tekið þátt í fjármögnun miðilsins með framlagi tuga milljóna króna.
Erjur þeirrar Reynis og Róberts hafa verið í fjölmiðlum undanfarin ár og Reynir ýjaði strax að því að Róbert væri á bak við innbrotið.
Kristjón segir þó að hann hafi ákveðið upp á eigin spýtur að brjótast inn og eyða gögnum af vef Mannlífs vegna þess að hann hafi litið á Mannlíf sem keppinaut 24.is og að miðillinn fjallaði um Róbert með óvægnum hætti. Hann hafi verið farinn að líta á Róbert sem vin sinn.