Vandræði borgarstjórans Jónas Elíasson skrifar 4. mars 2022 17:00 Enn sortnar á dalnum hjá Reykjavík (Rvk). Ofan á hinn gamla braggablús, ónýta moltunarstöð, skuldir sem bærinn getur aldrei borgað og 15 ára bið eftir endurbótum á almannasamgöngunum, bætist nú snjómokstur sem Rvk greinilega ræður illa við. Er einhver björgun í sjónmáli? Það er mjög erfitt að sjá neina björgun framundan. Það er ákveðin hefð fyrir að þegar sveitarfélög verða gjaldþrota koma bankar, lífeyrissjóðir og ríkissjóður til hjálpar. Þetta gengur ekki með Rvk, skuldirnar eru of miklar. Þá er rekstrargrundvöllur Rvk brostinn, borgin er komin með of margt fólk í vinnu miðað við fjárhagslega getu og búin að hafa það lengi. Í júlí 2022. var starfsfólk Reykjavíkurborgar 11.544 talsins og hafði fjölgað um 20% á 4 árum. Íbúafjölgun í Rvk er mjög lág, um 1% á síðasta ári, lægsta tala sem um getur. Borgarstjórninni hefur ekki tekist að höndla þessi skilaboð, þó spá um íbúafjölgun sé aðgengileg hjá Hagstofunni. Skipulagið Í þessum málaflokki virðist ráða ríkjum einhver félagsleg byggingarlist sem er því marki brennd að mega ekki undir nokkrum kringumstæðun nota hefðbundnar lausnir. Á öllum þéttingareitum eru teiknaðar karré-blokkir sem hafa eiginlega ekki sést síðan á dögum Napóleons III. Stundum eru svalir svo útstæðar að húsin minna á kommóðu með opnar skúffur. Fjölskylduhús (1 - 2 íbúðir) eru ekki í boði, svo er byggingakostnaðurinn á íbúð um 10 - 20 milljónum hærri en annarsstaðar vegna hás lóðaverðs og umferðartafa. Miðborgin Lækjartorg og Lækjargata erubúin að vera meiri háttar umferðarklúður í fjölda ára vegna framkvæmda sem aldrei klárast. Mörg fyrirtæki eru flúin þaðan og utan túristatímans er miðbærinn oft eins og dauðs manns gröf. Bjórkrárnar gera þó sitt besta til að halda lífi í tuskunum, en eins og og maður sagði: Þarna eru pólitíkusar, túristar og fyllibyttur, annað ekki. Samgöngur Borgarlína er kynnt sem hágæðakerfi. Strætó nær þeim staðli nú þegar, svo á Borgarlína að vera alveg eins. Hún var samþykkt og kynnt 2018 með miklum fagnaðarlátum. En svo komust fagmenn SFA (https://samgongurfyriralla.com/) í málið. Þeir fundu út að 60 - 80 milljarða miðjubrautirnar eru fyrir annari umferð og gera strætó lítið sem ekkert gagn, endanleg kostnaðparáætlun er ekki til ennþá en gæti endað hvar sem er fyrir ofan 100 milljarða. Hægt væri að gera létta Borgarlínu fyrir einungis 20 milljarða og húnværi löngu búin, ef hún hefði verið samþykkt 2018 en ekki þessi þunga hörmung, sem Rvk er búin að bíða eftir í 15 ár. Sá tími hefur farið í að bíða eftir endurbótum á strætó og ekkert útlit fyrir að þær komi nokkurntíma nema menn sjái að sér og breyti um stefnu. Ýmislegt fleira má telja, t.d. Sæbrautarstokkur og Miklubrautarstokkur eru allt of dýrar framkvæmdir sjá hér. Umferðatafir Umferðini hefur þyngst mikið og Rvk stuðlaðivísvitandi að verri umferð með því að taka mislæg gatnamót á þjóðvegakerfinu út úr skipulagi 2015. Þetta hefði ekki verið leyft nokkru siðmenntuðu landi, enda varð Vegagerðin æf af reiði. Þetta þyrfti að laga með sérstökum heimildarlögum Alþingis sem leyfa nauðsynleg gatnamót í þjóðvegakerfinu. Tafir og Tafakostnaður Umferðarþunginn er að færast í fyrra horf eftir kovid. Tafakostnaður í umferð á höfuðborgar svæðinu nálgast nú 50 milljarða á ári og vex hröðum skrefum. Þetta er stærsti einstaki kostnaðarliður samgangna á Íslandi fyrir utan bílana. Svo skýrir þetta hluta af háum byggingakostnaði í Rvk. Borgin lætur eins og þetta stóra vandamál sé ekki til, en þetta er málið sem þarf að taka á með aðgerðum í þjóðvegakerfi Reykjavíkur. Það kerfi þarf að vera umferðaljósalaus. Það er ekki nokkurt vit að Rvk komist upp með að tefja umferð á þjóðvegakerfinu í borginni að eigin kreddupólitísku hentisemi. Eitt dæmi er brúin yfir Fossvog, hún á ekki að vera fyrir bíla. Þar eiga að fara yfir 150 bílar á dag, allt strætisvagnar. En hún mundi taka 30.000 bíla/dag sem verða að taka á sig 5 mín. krók þó þessi brú sé komin. Þær tafir gætu orðið 750.000 tímar á ári eða 3 milljarðar/ári í tafakostnað. Engin létting á umferð þar. Fyrirtækið betri samgöngur og fundur í Rvk Betri samgöngur eiga að fá 50 milljarða í Borgarlínu á Samgönguáætlun, + 23 milljarða á loftslagsáætlun. Létta línan kostar 20 milljarða svo þessar fjárveitingar eru óþarfar og þar með 60 milljarða sérstakur skattur sem Betri Samgöngur eiga að innheimta af bílaumferð (tafagjöld). Forstjóri betri samgangna sér þetta og er þar af leiðandi sérstakur áhugamaður um þungu Borgarlínuna og sleppur engu tækifæri til að hæla henni á fundum. Hann vill ekki missa nýja skattinn og 60 milljarðana. En til hvers er þetta fyrirtæki ? Taka á sig verkefni sem Vegagerðin hefur sinnt ? Björgunaraðgerð ríkisstjórnar sem er búin að sjá að Rvk ræður ekki við verkefni sín ? Þarna er ýmislegt óútskýrt. Kannski skýrast málin í dag (4.3.´22). Borgarstjóri er búinn að boða mikinn halelújakór niður í ráðhús til að ræða samgöngumál. Kannski fáum við svar við: Hverjir eru kostir þungu Borgarlínunnar? Hvernig ætlar borgin að fjármagna hana, með sértökum Rvk skatti kr 30,000 á bíl/ári? Af hverju skal byggja inn á helgunarsvæði vega í mesta hávaða og ryki á Íslandi ? Ætlar Rvk að gera rannsóknir á eða ráðstafanir gegn umferðatöfum ? O.s. frv. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónas Elíasson Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Enn sortnar á dalnum hjá Reykjavík (Rvk). Ofan á hinn gamla braggablús, ónýta moltunarstöð, skuldir sem bærinn getur aldrei borgað og 15 ára bið eftir endurbótum á almannasamgöngunum, bætist nú snjómokstur sem Rvk greinilega ræður illa við. Er einhver björgun í sjónmáli? Það er mjög erfitt að sjá neina björgun framundan. Það er ákveðin hefð fyrir að þegar sveitarfélög verða gjaldþrota koma bankar, lífeyrissjóðir og ríkissjóður til hjálpar. Þetta gengur ekki með Rvk, skuldirnar eru of miklar. Þá er rekstrargrundvöllur Rvk brostinn, borgin er komin með of margt fólk í vinnu miðað við fjárhagslega getu og búin að hafa það lengi. Í júlí 2022. var starfsfólk Reykjavíkurborgar 11.544 talsins og hafði fjölgað um 20% á 4 árum. Íbúafjölgun í Rvk er mjög lág, um 1% á síðasta ári, lægsta tala sem um getur. Borgarstjórninni hefur ekki tekist að höndla þessi skilaboð, þó spá um íbúafjölgun sé aðgengileg hjá Hagstofunni. Skipulagið Í þessum málaflokki virðist ráða ríkjum einhver félagsleg byggingarlist sem er því marki brennd að mega ekki undir nokkrum kringumstæðun nota hefðbundnar lausnir. Á öllum þéttingareitum eru teiknaðar karré-blokkir sem hafa eiginlega ekki sést síðan á dögum Napóleons III. Stundum eru svalir svo útstæðar að húsin minna á kommóðu með opnar skúffur. Fjölskylduhús (1 - 2 íbúðir) eru ekki í boði, svo er byggingakostnaðurinn á íbúð um 10 - 20 milljónum hærri en annarsstaðar vegna hás lóðaverðs og umferðartafa. Miðborgin Lækjartorg og Lækjargata erubúin að vera meiri háttar umferðarklúður í fjölda ára vegna framkvæmda sem aldrei klárast. Mörg fyrirtæki eru flúin þaðan og utan túristatímans er miðbærinn oft eins og dauðs manns gröf. Bjórkrárnar gera þó sitt besta til að halda lífi í tuskunum, en eins og og maður sagði: Þarna eru pólitíkusar, túristar og fyllibyttur, annað ekki. Samgöngur Borgarlína er kynnt sem hágæðakerfi. Strætó nær þeim staðli nú þegar, svo á Borgarlína að vera alveg eins. Hún var samþykkt og kynnt 2018 með miklum fagnaðarlátum. En svo komust fagmenn SFA (https://samgongurfyriralla.com/) í málið. Þeir fundu út að 60 - 80 milljarða miðjubrautirnar eru fyrir annari umferð og gera strætó lítið sem ekkert gagn, endanleg kostnaðparáætlun er ekki til ennþá en gæti endað hvar sem er fyrir ofan 100 milljarða. Hægt væri að gera létta Borgarlínu fyrir einungis 20 milljarða og húnværi löngu búin, ef hún hefði verið samþykkt 2018 en ekki þessi þunga hörmung, sem Rvk er búin að bíða eftir í 15 ár. Sá tími hefur farið í að bíða eftir endurbótum á strætó og ekkert útlit fyrir að þær komi nokkurntíma nema menn sjái að sér og breyti um stefnu. Ýmislegt fleira má telja, t.d. Sæbrautarstokkur og Miklubrautarstokkur eru allt of dýrar framkvæmdir sjá hér. Umferðatafir Umferðini hefur þyngst mikið og Rvk stuðlaðivísvitandi að verri umferð með því að taka mislæg gatnamót á þjóðvegakerfinu út úr skipulagi 2015. Þetta hefði ekki verið leyft nokkru siðmenntuðu landi, enda varð Vegagerðin æf af reiði. Þetta þyrfti að laga með sérstökum heimildarlögum Alþingis sem leyfa nauðsynleg gatnamót í þjóðvegakerfinu. Tafir og Tafakostnaður Umferðarþunginn er að færast í fyrra horf eftir kovid. Tafakostnaður í umferð á höfuðborgar svæðinu nálgast nú 50 milljarða á ári og vex hröðum skrefum. Þetta er stærsti einstaki kostnaðarliður samgangna á Íslandi fyrir utan bílana. Svo skýrir þetta hluta af háum byggingakostnaði í Rvk. Borgin lætur eins og þetta stóra vandamál sé ekki til, en þetta er málið sem þarf að taka á með aðgerðum í þjóðvegakerfi Reykjavíkur. Það kerfi þarf að vera umferðaljósalaus. Það er ekki nokkurt vit að Rvk komist upp með að tefja umferð á þjóðvegakerfinu í borginni að eigin kreddupólitísku hentisemi. Eitt dæmi er brúin yfir Fossvog, hún á ekki að vera fyrir bíla. Þar eiga að fara yfir 150 bílar á dag, allt strætisvagnar. En hún mundi taka 30.000 bíla/dag sem verða að taka á sig 5 mín. krók þó þessi brú sé komin. Þær tafir gætu orðið 750.000 tímar á ári eða 3 milljarðar/ári í tafakostnað. Engin létting á umferð þar. Fyrirtækið betri samgöngur og fundur í Rvk Betri samgöngur eiga að fá 50 milljarða í Borgarlínu á Samgönguáætlun, + 23 milljarða á loftslagsáætlun. Létta línan kostar 20 milljarða svo þessar fjárveitingar eru óþarfar og þar með 60 milljarða sérstakur skattur sem Betri Samgöngur eiga að innheimta af bílaumferð (tafagjöld). Forstjóri betri samgangna sér þetta og er þar af leiðandi sérstakur áhugamaður um þungu Borgarlínuna og sleppur engu tækifæri til að hæla henni á fundum. Hann vill ekki missa nýja skattinn og 60 milljarðana. En til hvers er þetta fyrirtæki ? Taka á sig verkefni sem Vegagerðin hefur sinnt ? Björgunaraðgerð ríkisstjórnar sem er búin að sjá að Rvk ræður ekki við verkefni sín ? Þarna er ýmislegt óútskýrt. Kannski skýrast málin í dag (4.3.´22). Borgarstjóri er búinn að boða mikinn halelújakór niður í ráðhús til að ræða samgöngumál. Kannski fáum við svar við: Hverjir eru kostir þungu Borgarlínunnar? Hvernig ætlar borgin að fjármagna hana, með sértökum Rvk skatti kr 30,000 á bíl/ári? Af hverju skal byggja inn á helgunarsvæði vega í mesta hávaða og ryki á Íslandi ? Ætlar Rvk að gera rannsóknir á eða ráðstafanir gegn umferðatöfum ? O.s. frv. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun