IKEA, Apple, Netflix og fleiri stórfyrirtæki gera hlé á starfsemi í Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2022 13:05 Verslun IKEA í Novosibirsk í Rússlandi. Getty/lvinst Forsvarsmenn IKEA hafa ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi tímabundið vegna innrásarinnar í Úkraínu. Verslunum verður lokað og um leið gert hlé á hráefnakaupum í ríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá húsgagnarisanum sem segir þetta hafa áhrif á um fimmtán þúsund starfsmenn fyrirtækisins. Streymisveitan Netflix, fatakeðjan H&M, tæknifyrirtækin Apple og Oracle, og flutningafyrirtækin Maersk og MSC Mediterranean Shipping Company, eru meðal þeirra aðila sem hafa hætt eða gert hlé á starfsemi sinni í Rússlandi vegna stríðsins. Netflix hefur gert hlé á framleiðslu sjónvarpsefnis í Rússlandi, H&M, Apple og Oracle hafa stöðvað alla sölu þarlendis, og tvö stærstu gámaflutningafyrirtæki heims eru hætt að flytja gáma til og frá Rússlandi sem innihalda annað en matvæli, heilbrigðisvörur og mannúðaraðstoð. Rússland tíundi stærsti markaður IKEA „Þetta hrikalega stríð í Úkraínu er mannlegur harmleikur og okkar dýpsta samúð er hjá þeim milljónum manna sem verða fyrir áhrifum,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Inter IKEA og Ingka Group. Hið fyrra sér um framleiðslu IKEA á meðan Ingka Group rekur verslanir keðjunnar, þar á meðal sautján í Rússlandi. Á seinasta rekstrarári, sem lauk í lok ágúst, var Rússland tíundi söluhæsti markaður IKEA sem samsvarar um fjórum prósentum af heildarsölu fyrirtækisins. Þetta kemur fram í frétt Reuters. Seldi fyrirtækið vörur í landinu fyrir 1,8 milljarða Bandaríkjadala á tímabilinu, eða sem nemur um 234 milljörðum íslenskra króna. Stjórnendur IKEA segja að stríðið hafi bæði haft gríðarleg áhrif á fólk og valdið alvarlegum truflunum á aðfangakeðjum og viðskiptaumhverfi. Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Verslun Hvíta-Rússland IKEA Apple Netflix H&M Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira