Innblásinn af landsliðinu og Degi: „Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2022 11:00 Ólafur Stefánsson heldur út til Þýskalands á morgun. stöð 2 Ólafur Stefánsson kveðst spenntur að snúa aftur í þjálfun. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins Erlangen út tímabilið. Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Ólafur þjálfaði Val tímabilið 2013-14, var aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og þjálfaði U-20 ára landslið karla áður en hann kúplaði sig út úr handboltanum. En nú er hann kominn aftur og segir að framganga landsliðsins á EM hafi átt sinn þátt í að kveikja neistann á ný. „Það kom aftur löngun yfir mig í janúar. Ég var eitthvað innblásinn af EM og líka alls konar. Börnin mín eru orðin eldri og einhver ævintýraþrá komin aftur,“ sagði Ólafur í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum. Ólafur hafði samband við umboðsmanninn sinn og í kjölfarið byrjaði boltinn að rúlla. „Ég er enn með umboðsmann þótt hann sé löngu búinn að gefast upp á mér. En hann tók vel í hringinguna, sendi út veiðarfæri og þá kom þetta í ljós að það vantaði aðstoðarþjálfara í Erlangen. Ég fór út í tíu daga og athugaði hvernig hann [Raúl Alonso, þjálfari Erlangen] vinnur og hvort við værum með líkar hugmyndir,“ sagði Ólafur. „Það passaði níutíu prósent og ég held að þetta sé mjög gott til að komast inn í þennan heim aftur, að vera ekki með alveg alla ábyrgðina eins og aðalþjálfarinn er með. Ég fæ kennslu og tilfinningu fyrir þessu. Fjögurra mánaða samningur er ekki langur tími en ég sé þá hvort ég virka og get staðið mig.“ Inni í myndinni að taka við Erlangen Alonso er íþróttastjóri Erlangen en tók við sem aðalþjálfari liðsins eftir að Michael Haas var sagt upp í byrjun árs. Ólafur segir að líklegt að hann taki við Erlangen seinna meir. „Já, það er pæling, hvort sem það verður næsta eða þarnæsta haust. Þetta er tvöfalt. Þeir taka áhættu með því að ráða mig bara í fjóra mánuði. Ef þetta hefði verið eitt og hálft ár hefði ég ekki getað farið neitt. En það eru allar hurðir opnar. Ég get farið hvert sem er eftir þessa fjóra mánuði,“ sagði Ólafur sem stefnir á að verða aðalþjálfari. Klippa: Viðtal við Óla Stef „Já, ég held ég þrauki ekkert rosalega lengi sem aðstoðarþjálfari. En ég þarf virkilega á því að halda að fara hægt og rólega inn í þetta og fá aftur vinnuaðferðirnar; klippa, lesa og kanna. Það tekur tíma en hann er alveg hokinn af reynslu. Svo á maður líka gott net af vinum sem maður getur heyrt í og fengið loft í dekkin,“ sagði Ólafur. Heilmikil áskorun að vera þjálfari Hann var sérfræðingur á RÚV á meðan EM í handbolta í janúar stóð ásamt góðvini sínum Degi Sigurðssyni sem hefur náð afar langt í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna. „Ég viðurkenni að ég er innblásinn af Degi. Hann er frábær þjálfari og hvernig hann hugsar þetta allt og hefur farið um víðan völl. Þá sá maður aftur töfrana í þessum heimi. Þetta hafði kannski blundað í manni síðustu mánuði og síðasta ári og svo er bara að sjá hvort maður geti staðið sig í þessu. Það er heilmikil áskorun að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Sportpakkinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira