Grunnskólabörn handtekin í Moskvu fyrir að leggja blóm við úkraínska sendiráðið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. mars 2022 11:37 Börnunum var sleppt lausum þegar lögmaður þeirra mætti á lögreglustöðina. Twitter/@novaya_gazeta Að minnsta kosti fjögur grunnskólabörn og foreldrar þeirra voru handtekin í Moskvu í gær þegar þau lögðu blóm við úkraínska sendiráðið og héldu á skiltum sem á stóð „Nei við stríði“. Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Þúsundir hafa mótmælt innrás Rússa í Úkraínu um allt Rússland undanfarna daga. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 6.400 hafi verið handteknir í Rússlandi undanfarna viku fyrir að taka þátt í mótmælunum. Nokkrir voru handteknir fyrir mótmæli í gær í Sankti Pétursborg og í Moskvu, þar á meðal nokkur grunnskólabörn og foreldrar þeirra. Þau höfðu verið að leggja blóm við úkraínska sendiráðið þegar lögregla handtók þau en þeim var síðar sleppt þegar lögmaður þeirra mætti á Presnenskoye lögregustöðina. В ОВД Пресненское детей и их родителей оставляют на ночь. Полиция задержала их, когда они возлагали цветы у посольства УкраиныФото: фейсбук pic.twitter.com/Wq3trWsjPN— Новая Газета (@novaya_gazeta) March 1, 2022 Mannréttindastofnun SÞ hefur kallað eftir því að mótmælendum verði sleppt úr haldi. Á sunnudag mættu mótmælendum lögreglumenn í óeirðarbúningum og samkvæmt fréttastofu AP voru mótmælendur dregnir inn í lögreglubíla þrátt fyrir að mótmælin voru friðsamleg. Samkvæmt OVD-Info mannréttindasamtökunum, sem fylgjast með pólitískum handtökum, voru minnst 356 Rússar handteknir í 32 borgum vegna mótmæla gegn stríðinu. Þá segir í frétt AP að stjórnvöld í Kreml hafi gert allt sem þau geta til að gera lítið úr mótmælunum og hafa haldið því fram að mun færri hafi mótmælt stríðinu en raun ber vitni. Meirihluti þjóðarinnar styðji „sértækar hernaðaraðgerðir“ Rússa í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02 Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35 Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45 Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. 2. mars 2022 11:02
Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Rússneskur blaðamaður búsettur á Íslandi kveðst skammast sín fyrir hönd þjóðar sinnar í dag, nú þegar rússneski herinn hefur ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu. Boðað er til mótmæla við rússneska sendiráð við Túngötu klukkan 17.30. 24. febrúar 2022 15:35
Umheimurinn bregst harkalega við innrás Rússa Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt innrás Rússa í Úkraínu og boða hertar refsiaðgerðir gegn þeim. Pútin Rússlandsforseti hótar öllum þeim sem reyni að stöðva innrásina afleiðingum sem aldrei hafi sést áður í veraldarsögunni. 24. febrúar 2022 12:45