Navalní kallar eftir mótmælum: „Pútín er ekki Rússland“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 11:02 Alexei Navalní hvetur fólk til að mótæmla stríðinu. EPA/Yuri Kochetkov Rússneski andófsmaðurinn Alexei Navalní kallar eftir því að Rússar haldi umfangsmikil mótmæli gegn innrásinni í Úkraínu. Þetta segir Navalní í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi. Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Yfirlýsingunni var deilt á Twitter en í henni segir Navalní að erfitt sé að kalla rússnesku þjóðina þjóð friðar. Rússar megi ekki láta kalla sig þjóð hrædds og hljóðláts fólks. Heigla sem þykjast ekki sjá árásarstríðið sem „okkar augljóslega geðveiki keisari“ hóf. Er hann þar að vísa til innrásarinnar í Úkraínu. „Ég get ekki, vil ekki og skal ekki vera þögull og horfa á sögufölsun um atburði fyrir hundrað árum er notuð sem afsökun fyrir Rússa til að drepa Úkraínumenn og Úkraínumenn að drepa Rússa er þau verja sig,“ sagði Navalní. Segir Rússa eiga að vera stolta af þeim sem hafa verið handteknir Hann segir ótækt að horfa á fólk deyja í sundursprengdum húsum og að hlusta á hótanir um kjarnorkustyrjaldir. „Pútín er ekki Rússland,“ sagði hann. „Ef það er eitthvað í Rússlandi sem þið getið verið stolt af, þá er það þau 6.824 sem hafa verið handtekin, þau sem fóru út á götu með skildi sem á stóð „Ekkert stríð“.“ Fregnir hafa borist af því að þúsundir manna hafi verið handtekin í Rússlandi fyrir að mótmæla innrásinni. Til að mótmæla í Rússlandi þarf formlegt leyfi stjórnvalda. Navalní sagði Rússa ekki geta beðið lengur og kallaði hann eftir því að allir Rússar mótmæltu stríðinu á hverjum degi. Það ætti við alla Rússa, hvar sem þeir væru í heiminum. „Ef þið eruð erlendis, komið til rússneska sendiráðsins. Ef þið getið skipulagt mótmæli, gerið það um helgina.“ „Við skulum berjast gegn stríðinu“ Hann sagði að þó mætingin yrði dræm yrðu Rússar að mótmæla áfram. Rússar þyrftu að yfirstíga ótta sinn og krefjast endaloka stríðsins. Í hvert sinn sem einhver væri handtekinn þyrftu tveir nýir mótmælendur að taka við. Navalní sagði að ef Rússar þyrftu að fylla fangelsi landsins til að stöðva stríðið, væri það gjald sem þyrfti að greiða. Rússar þyrftu að greiða þetta tiltekna gjald. „Það er enginn sem gerir það fyrir okkur. Við skulum ekki „vera á móti stríðinu“. Við skulum berjast gegn stríðinu,“ sagði Navalní. 12/12 Everything has a price, and now, in the spring of 2022, we must pay this price. There's no one to do it for us. Let's not "be against the war." Let's fight against the war.— Alexey Navalny (@navalny) March 2, 2022 Navalní, sem er 45 ára gamall, var fangelsaður í fyrra þegar hann sneri aftur til Rússlands frá Þýskalandi. Hann hafði verið fluttur til Þýskalands árið 2020 eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichock, sama eitri og notað var til að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skirpal í Bretlandi árið 2018. Sjá einnig: Navalní enn og aftur fyrir dómara Navalní var dæmdur fyrir að rjúfa skilorð með því að vera fluttur í dái til Þýskalands.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira