Aðlaðandi bær fyrir unga sem aldna Bjarni Geir Lúðvíksson skrifar 1. mars 2022 21:30 Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég tel að bæjarstjórnin hafi staðið sig vel í bæjarmálum í Hafnarfirði á líðandi kjörtímabili, og má segja að mikill meðbyr sé með Sjálfstæðisflokknum. Nýlega var gerð árleg þjónustukönnun á vegum Gallup og samkvæmt niðurstöðum hennar eru um það bil 90% Hafnfirðinga ánægðir í sínum bæ. Maður heyrir það líka vel þegar maður spjallar við bæjarbúa að þeir séu ánægðir. Það eru þó nokkur atriði sem ég tel að bæjarstjórn þurfi að skoða, því það má alltaf gera betur. Hafnarfjörður á að vera aðlaðandi bær sem lokkar til sín ungar fjölskyldur meðal annars með framúrskarandi skólakerfi fyrir börn á öllum aldri. Staðreyndin er því miður sú að ekki er pláss fyrir öll tólf mánaða gömul börn á leikskólum í Hafnarfirði. Hafnarfjörður líkt og önnur sveitarfélög ber skylda til að sinna grunnþjónustu við íbúa. Við verðum að tryggja að öll börn komist að inn á leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Vinna þarf markvisst að því að tryggja gott skólaumhverfi fyrir bæði nemendur og kennara. Það þarf að hafa góða yfirsýn og við verðum að framkvæma þær aðgerðir sem til þarf til að tryggja að allar fjölskyldur í Hafnarfirði hafi trausta og áreiðanlega grunnþjónustu. Það er einnig mikilvægt að við fáum fleira fagmenntað fólk til starfa á leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum bæjarins. Hafnarfjörður hefur tækifæri til að vera bær unga fólksins og vil ég að við skoðum úrræði sem geta hjálpað unga fólkinu með sín fyrstu íbúðarkaup. Því miður er staðan þannig að það er erfitt að vera ungur og kaupa fyrstu fasteign, með hækkandi verðbólgu og fáranlegri hækkun fasteignaverðs getur þetta reynst oft mjög erfitt. Það getur jafnvel verið ómögulegt fyrir suma að flytja úr foreldrahúsum, og þess vegna er mikilvægt fyrir sveitarfélögin að skoða alla möguleika til að auðvelda ferlið. Ánægja bæjarbúa á öllum aldri í Hafnarfirði skiptir máli. Það er að mínu mati einnig mikilvægt að við sköpum öflugt mannlíf og stemningu fyrir bæjarbúa á öllum aldri. Efla þarf til dæmis félagsstarf fyrir eldri borgara í bænum og vil ég að þjónustu við eldri íbúa sé einföld, aðgengileg og skilvirk. Við viljum öll að ástvinir okkar og fjölskylda sé í öruggum höndum og líði vel. Ég sé mikil tækifæri fyrir Hafnarfjörð á næstu árum til að verða leiðandi í fjölskyldu- og skólamálum og einnig lýðheilsumálum. Við eigum að nýta allar þær stoðir og styrkleika sem við höfum og byggja upp þannig samfélag að allir séu ánægðir. Nú er einmitt mikilvægt að halda vel utan um fólkið okkar, því eftir faraldur eins og Covid hafa margir einangrast. Það getur tekið fólk smá tíma að aðlagast aftur að eðlilegu samfélagi. Ég vill komast í bæjarstjórn í Hafnarfirði því ég tel það ekki bara mikilvægt heldur nauðsynlegt að við yngri kynslóðir tökum þátt í stjórnmálum. Það er aðdáandavert að fylgjast með yngri ráðherrum og þingmönnum, en drifkraftur og metnaður er áberandi hjá þeim. Ég vil taka þátt og þess vegna óska ég eftir stuðningi ykkar í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins dagana 3-5. mars. Höfundur er frambjóðandi í 3-4 sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar