Er allt í góðu á djamminu? Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 1. mars 2022 16:01 Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Næturlíf Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Skemmtanalífið á að vera öllum öruggt og til ánægju. Þess vegna tölum við um skemmtanalíf, ekki satt? Við vitum þó að skemmtanalífið á sér sínar skuggahliðar og ein er sú að það er helsti vettvangur kynferðisofbeldis. Í aðgerðaáætlun um bætta meðferð kynferðisbrota er fjallað um hvenær nauðganir áttu sér stað á árabilinu 2013-2016. Þar kemur fram „að á þessu fjögurra ára tímabili áttu að jafnaði flest nauðgunarbrot sér stað um helgar. Þegar skoðað er heildarhlutfall brotanna má sjá að 70% þeirra áttu sér stað frá föstudegi til sunnudags, sér í lagi frá miðnætti til sex um morguninn.” Árið 2020 hóf heimsfaraldurinn innreið sína og harðar samkomutakmarkanir voru settar á í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Skemmtanalíf landans lagðist í dvala og það leiddi í ljós áhugaverða tölfræði. Ef litið er til kynferðisbrota það ár og fjöldi þeirra borinn saman við fjölda mála þrjú ár á undan má sjá að heildarfjöldi brota fækkaði um 6%. Þar af fækkaði skráðum nauðgunum úr að meðaltali 201 broti á árunum 2017-2019 í 114 brot, sem nemur um 43% fækkun. Fjörutíu og þrjú prósent! Að baki allri þessari tölfræði eru mannslíf. Líf og tilvist þolenda sem þurfa að þola hörmungar kynferðisofbeldis og afleiðingar þess næstu ár og áratugi, jafnvel alla ævi. Hér þurfum við sem samfélag að bregðast við svo brotum fjölgi ekki aftur nú þegar skemmtanalífið fer aftur á fullt. Það á ekki að vera eitthvað lögmál að kynferðisofbeldi eða hvers kyn ofbeldi sé fylgifiskur skemmtanalífs í landinu. Við getum breytt þeirri ómenningu með samstilltu átaki og vitundarvakningu. Í þeim tilgangi skipaði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra starfshóp um verkefnið sem undirritaður situr í ásamt Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra sem er formaður, Eygló Harðardóttur verkefnastjóra hjá sama embætti og Hildi Sunnu Pálmadóttur, sérfræðingi hjá Dómsmálaráðuneytinu. Hópurinn mun starfa út árið 2022. Vitundarvakningin felst í auglýsingaherferð sem nú fer af stað undir kjörorðunum „Verum vakandi — Er allt í góðu?” Þar beinum við því til almennings að það er allt í lagi að stíga inn ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst ekki í lagi. Reynslan sýnir að margir eru hikandi og vilja jafnvel ekki skipta sér af atburðarás sem virðist vera að fara úr böndunum. Sérstaklega þegar ókunnugt fólk á í hlut. Að spyrja einhvern einfaldlega hvort allt sé í góðu er hvorki dónalegt né óeðlileg afskiptasemi. Það lýsir umhyggju og gæti skipt sköpum. Þá fær mögulegur gerandi tækifæri til að hugsa sinn gang. Það sem meira skiptir er að þá fær um leið mögulegur þolandi leið út úr aðstæðunum. Ef ástæða er til að ætla samskiptin séu að þróast inn á ofbeldisfullar brautir á alltaf hringja í Neyðarlínuna 112 og láta vita. Það er þá hlutverk Neyðarlínunnar og lögreglu að taka næsta skref, ekki almennings. Verkefnin framundan Starfshópur dómsmálaráðherra um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi með áherslu á kynferðisofbeldi hefur síðustu mánuði verið í samráði og samstarfi við fjölmarga sem tengjast þessum málaflokki, s.s. þolendasamtök, Reykjavíkurborg, önnur ráðuneyti og lögregluembættin vítt og breitt um landið. Við höfum líka verið í samráði við starfsstéttir sem tengjast skemmtanalífinu, eins og eigendur og starfsfólk skemmtistaða, leigubílsstjóra, dyraverði, Strætó, fulltrúa ferðaþjónustunnar og fleiri. Höfuðmarkmiðið er öruggt skemmtanalíf. Það er ástæða til að þakka virkilega góðar viðtökur og samstarfsvilja. Við munum á næstunni funda með Samtökunum ´78 og samtökum fólks með þroskahömlun og fötlun, svo dæmi sé tekið, en það er hlutverk starfshópsins að huga sérstaklega að hópum sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart kynferðisofbeldi. Til viðbótar við þetta verður unnið að bættri upplýsingagjöf og stafrænum lausnum. Sömuleiðis að styrkja lögreglu og allt kerfið þegar tekið er á móti þolendum. Markmiðið alltaf það sama: Að koma í veg fyrir brot og bæta þjónustu við þolendur. Höfundur er ráðgjafi dómsmálaráðherra gegn kynbundnu ofbeldi.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun