Diplómatar Sameinuðu þjóðanna snúa baki við Lavrov Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2022 13:36 Erindrekar ganga út af fundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar Sergei Lavrov tekur til máls. AP/Salvatore Di Nolfi Diplómatar hjá Sameinuðu þjóðunum hafa margir neitað að hlusta á málflutning Sergei Lavrovs, utanríkisráðherra Rússlands, í dag. Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Meirihluti diplómata á Mannréttindaráðstefnu SÞ gekk út af fundinum þegar hann tók til máls og sömu sögu var að segja af afvopnunarráðstefnu SÞ í morgun. #UPDATE Ukraine's ambassador and diplomats from a wide number of countries staged a walkout Tuesday as Russia's foreign minister addressed the Conference on Disarmament in Geneva pic.twitter.com/dn3kCloRrR— AFP News Agency (@AFP) March 1, 2022 Lavrov sagði á afvopnunarráðstefnunni í Genf í morgun að tími sé kominn til að bandarísk kjarnorkuvopn verði fjarlægð úr Evrópu. HAnn sagði veru þeirra óásættanlega fyrir Rússa, sem hafa þó ítrekað hótað kjarnorkuárásum á undanförnum vikum og dögum og segjast hafa sett kjarnorkusveitir sínar í viðbragðsstöðu. Sendinefnd Úkraínu á ráðstefnunni gekk út úr salnum á meðan Lavrov hélt ávarp sitt og erindrekar fjölda annarra ríkja gerðu slíkt hið sama. Þar á meðal voru erindrekar Evrópusambandsríkjanna, Bandaríkjanna og Bretlands. „Til að sýna samstöðu gengu erindrekar ESB og aðrir út af fundinum með erindreka Úkraínu þegar Lavrov ávarpaði fundinn. Það er ekki hægt að ætlast þess af okkur að sitja hjá þegar Rússland dreifir falsupplýsingum og lygum um árásir þeirra gegn Úkraínu,“ skrifaði sendinefnd ESB á Twitter. As a sign of solidarity EU Ambassadors & others decided to leave w Ukraine the room when FM Lavrov addressed @UN_HRC & Conference on Disarmament. We cannot be expected to sit by while Russia is actively spreading disinformation & falsehoods regarding its aggression against 🇺🇦 pic.twitter.com/X5Vb7CTE3c— EU at the UN - Geneva #MultilateralismMatters (@EU_UNGeneva) March 1, 2022 Erindrekar á afvopnunarráðstefnunni voru ekki einir um það. Meirihluti erindreka, sem staddir voru á Mannréttindaráðstefnu SÞ í morgun, gengu út þegar Lavrov tók til máls. Hann var staddur á fundinum í gegn um fjarfundarbúnað og þegar fundarstjórar buðu hann velkominn stóðu tugir erindreka upp og gengu út. HRC members walk out once Lavrov’s video began to play in the session of the Council. Enough of exposure to the deranged lunacy of war criminals. We will listen to you at International Tribunal for War Crimes of Putin’s Regime pic.twitter.com/neDqBYccxk— Sergiy Kyslytsya (@SergiyKyslytsya) March 1, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sameinuðu þjóðirnar Úkraína Tengdar fréttir „Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30 Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30 „Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
„Erum í brotsjó núna eins og allt íslenskt atvinnulíf“ Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að það taki tíma að finna út úr til hvaða markaða sé hægt að horfa til núna eftir að viðskipti við Úkraínu með sjávarafla stöðvuðust vegna stríðsátakanna þar. Fullkomin óvissa ríki um heildarútflutning íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja upp á 9-11 milljarða króna til landsins. 1. mars 2022 13:30
Rússar áhyggjufullir um samskipti Norðmanna og Dana vegna breytinga á götuheiti Rússneska sendiráðið í Danmörku hefur lýst yfir áhyggjum af samskiptum Norðmanna og Dana vegna umræðna um að breyta heiti götunnar Kristianiagade í Ukrainegade. Rússneska sendiráðið stendur við fyrrnefnda götu og einn borgarstjóra Kaupmannahafnar hefur lýst yfir vilja til að skoða það að breyta götuheitinu í Ukrainegade. 1. mars 2022 12:30
„Get ekki lengur starfað í landi sem er að sprengja heimaland mitt“ Úkraínumaðurinn Andriy Voronin, fyrrverandi leikmaður Liverpool, er hættur sem aðstoðarþjálfari Dynamo Moskvu í Rússlandi og hefur yfirgefið landið. 1. mars 2022 13:01