Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. mars 2022 11:24 Dmitry Peskov talsmaður Pútíns, segir refsiaðgerðir ekki fá Rússa til að hætta innrás í Úkraínu. Getty/Mikhail Svetlov Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Sjá meira
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16