Segir Rússa ekki ætla að breyta um stefnu vegna refsiaðgerða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 1. mars 2022 11:24 Dmitry Peskov talsmaður Pútíns, segir refsiaðgerðir ekki fá Rússa til að hætta innrás í Úkraínu. Getty/Mikhail Svetlov Refsiaðgerðir munu aldrei fá Rússa til að hætta innrás þeirra í Úkraínu. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Valdimírs Pútín, forseta, við blaðamenn í morgun. Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Peskov sló þar á svipaða strengi og Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, sem sagði skömmu áður að Rússar myndu ekki hætta fyrr en markmiðum þeirra væri náð. Þau markmið eru, samkvæmt Rússum, að gera Úkraínu að herlausu og hlutlausu landi og að „frelsa“ íbúa Úkraínu undan oki ríkisstjórnar landsins sem Pútín kallaði nýverið útúrdópaða ný-nasista. Peskov neitaði að segja hvernig það gengi hjá Rússum, samkvæmt frétt Reuters, og þvertók hann sömuleiðis fyrir það að Rússar hefðu gert loftárásir á almenna borgara, meðal annars með klasasprengjum. Það sagði Peskov að væru falsaðar ásakanir. Possible use of cluster munitions in Kharkiv. There was a video posted earlier that showed a Smerch MLRS rocket booster landing in Kharkiv, which can carry cluster munitions. https://t.co/fitcfyuNDr pic.twitter.com/Xd9XubbhuL— Rob Lee (@RALee85) February 28, 2022 Peskov segir að Pútín hafi verið upplýstur um það sem fram kom á fyrsta fundi sendinefnda Úkraínu og Rússlands, sem fór fram á landamærunum Úkraínu og Hvíta-Rússlands í gær. Of snemmt væri þó að segja til um hver niðurstaða fundarins hafi verið. Þá liggi engar áætlanir fyrir um að Pútín fundi með úkraínska forsetanum Vólódímír Selenskí en Peskov bætti þó við að yfirvöld í Moskvu líti enn á Selenskí sem leiðtoga Úkraínu. Selenskí gæti þá komið í veg fyrir frekara mannfall með því að fyrirskipa mönnum sínum að leggja niður vopn. Úkraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að hundruð almennra borgara hafi fallið í átökunum. Sameinuðu þjóðirnar segja að minnst 136 almennir borgarar hafi fallið en leiða má að því líkur að talan sé hærri. Rússar sakað Úkraínumenn um að nota almenna borgara sem mannlega skyldi. Selenskí hefur lýst því yfir að það komi ekki til greina og mótmælt rússneskum falsfréttum um að hann hafi fyrirskipað uppgjöf um helgina. Úkraínski herinn hefur veitt þeim rússneska mikið viðnám, mun meira en margir gerðu ráð fyrir.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02 „Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00 Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Nýja Vínbúðin tekur rússneskar vörur úr sölu Nýja Vínbúðin, vefverslun með áfengi, hefur tekið allar rússneskar vörur úr sölu á vefverslun sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá búðinni. 1. mars 2022 11:02
„Úkraínska þjóðin minnir mig stundum á Íslendinga“ Óskar Hallgrímsson, ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði í Úkraínu, segir nóttina í úkraínsku höfuðborginni hafa verið nokkuð rólega. „Maður er samt orðinn pínu ruglaður af öllu þessu stressi. Ég svaf sjálfur ekkert vel en það var ekki mikið um sprengingar og læti í nótt.“ 1. mars 2022 09:00
Óvissa umlykur mikilvægan markað fyrir íslenskar uppsjávarafurðir Útflutningshagsmunir Íslands í Úkraínu hafa aukist verulega á síðustu árum. Íslensk sjávarútvegsfélög, sem hafa aukið sölu þangað með beinum og óbeinum hætti til að fylla í skarð Rússlands, geta þurft að koma afurðum sínum í verð á öðrum mörkuðum á meðan óvissa umlykur Úkraínumarkað. 1. mars 2022 08:16