Evrópudagur talþjálfunar: Talmeinafræðingar þjóna öllum æviskeiðum Eyrún Ísfold Gísladóttir, Bryndís Guðmundsdóttir og Hjördís Hafsteinsdóttir skrifa 2. mars 2022 08:00 Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Greinin er skrifuð í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar 6. mars n.k. Félag Talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) er aðili að Evrópusamtökum talmeinafræðinga (ESLA) sem ná til 27 landa í Evrópu og telja yfir 50 þúsund meðlimi. Á hverju ári beina samtökin sjónum að ákveðnu þema sem vakin er sérstök athygli á. Þetta árið er kastljósinu beint að þjónustu talmeinafræðinga þvert á æviskeið; þjónustu sem vegur þungt þegar litið er til tækifæra, möguleika og farsældar í námi og starfi og innihaldsríkra tjáskipta ævina á enda. Snemmtæk íhlutun Þegar ung börn greinast með frávik eða röskun í tileinkun máls, eða grunur vaknar um að málþroski barns víki frá dæmigerðri framvindu, þarf að vera hægt að bregðast við með snemmtækri íhlutun. Ekki er lengur talið ásættanlegt að bíða og sjá til hvort úr rætist. Snemmtæk íhlutun felst m.a. í fræðslu og ráðgjöf til foreldra og fagfólks sem lærir að beita aðferðum sem ýta undir málþroska auk þess sem barninu þarf að standa til boða talþjálfun. Vart þarf að undirstrika mikilvægi á aðkomu talmeinafræðings þegar málþroski ungra barna er í húfi. Að sama skapi þarf að koma í veg fyrir að langir biðlistar eftir talþjálfun valdi því að börn fari á mis við snemmtæka íhlutun með ófyrirséðum afleiðingum. Þörfin er til staðar á öllum æviskeiðum Ákveðinn hópur einstaklinga á öllum æviskeiðum glímir við erfiðleika er varða mál, tal og tjáskipti hvort sem um ræðir meðfæddar orsakir eða áunna erfiðleika í kjölfar sjúkdóma, áfalla eða slysa. Þjónusta talmeinafræðinga þarf því að vera aðgengileg fyrir alla aldurshópa. Hér ná nefna ungt barn með skerta tjáskiptafærni, leikskólabarn með kjörþögli, grunnskólabarn með heyrnarskerðingu, framhaldsskólanema sem stamar, fullorðinn einstakling með raddbandalömun og aldraðan einstakling með málstol af völdum heilablóðfalls. Mikið hefur verið fjallað um brýna þörf barna á leik- og grunnskólaaldri fyrir talþjálfun, m.a. vegna málþroskaröskunar DLD, framburðarerfiðleika, lestrar- og ritunarvanda eða ýmissa fatlana, og hve mikilvægt sé að þau þurfi ekki að bíða mánuðum eða jafnvel árum saman eftir þjónustu. Hins vegar hefur langtum minna verið rætt um þörf eldri aldurshópa fyrir þjónustu talmeinafræðinga sem er þó sannarlega til staðar. Hér má nefna raddvandamál af ýmsum toga, kyngingarörðugleika og ýmsa taugasjúkdóma, s.s. Parkinson, MS og MND. Talmeinafræðingar gegna mikilvægu hlutverki í greiningu, ráðgjöf og meðferð hinna ýmsu erfiðleika og sjúkdóma sem leggjast gjarnan á einstaklinga á fullorðinsárum og þegar líða tekur á ævina. Sú staðreynd liggur fyrir að að þjóðin eldist hratt. Í opinberum skýrslum frá árinu 2021 kemur fram að sjöundi hver landsmaður sé 65 ára eða eldri og að árið 2050 muni fjórði hver landsmaður verða á þeim aldri. Það má því ætla að þörfin fyrir þjónustu talmeinafræðinga vegna endurhæfingar í kjölfar áfalla og sjúkdóma meðal eldra fólks muni aukast margfalt á komandi árum og áratugum. Notkun máls ævina á enda – tjáning fyrir alla Viðeigandi notkun máls er lykill að farsælum samskiptum. En til hvers notum við málið, ungir sem aldnir? Við notum málið m.a. til að heilsa, kveðja og þakka fyrir okkur. Einnig til að biðja um aðstoð, tjá tilfinningar, mótmæla, útskýra, segja frá o.s.frv. Allir þurfa að geta notað málið til tjáskipta, hvort sem það er með hefðbundnum hætti eða óhefðbundnum tjáskiptaleiðum. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tjáð sig og er m.a. kveðið á um það í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindasáttmálum sem Íslendingar eiga aðild að og við þurfum að leggja metnað okkar í að fylgja eftir. Mikil lífsgæði felast í að geta tjáð sig í ræðu og riti á áreynslulausan og skilvirkan hátt. Flestum finnst það eflaust sjálfsagt og leiða ekki hugann að því að þeir geti orðið fyrir ófyrirséðum áföllum á lífsleiðinni sem skerða möguleika þeirra á að gera sig skiljanlega og eiga eðlileg samskipti við sína nánustu og aðra í umhverfinu. Við búum svo vel að mikil sérfræðileg þekking og reynsla er til staðar meðal íslenskra talmeinafræðinga til að takast á við hin ýmsu svið mál- og talmeina. Talmeinafræðingar á Íslandi hafa verið fámenn stétt og því oft óásættanlega langur biðtími eftir þjónustu. Eftir að stofnuð var námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands, árið 2010, horfir hins vegar til betri vegar með fjölgun í stéttinni sem mun koma breiðum hópi einstaklinga með vanda á sviði mál- og talmeina á öllum skeiðum ævinnar til góða. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar. Kynningarmyndband Í tilefni af Evrópudegi talþjálfunar hefur Félag talmeinafræðinga á Íslandi (FTÍ) látið gera myndband sem sýnir í hnotskurn þjónustu talmeinafræðinga með tilliti til mismunandi æviskeiða og helstu mál- og talmeina sem einstaklingar á hverju skeiði glíma við. Þar má jafnframt finna gagnlegan fróðleik um tíðni, orsakir og einkenni ýmissa mál- og talmeina ofl. Við hvetjum sem flesta til að horfa á þetta áhugaverða myndband og deila óspart svo það megi gagnast sem flestum. Á næstunni munu talmeinafræðingar miðla fræðslu og kynna starfsvettvang sinn á ýmsan hátt í fjölmiðlum af tilefni Evrópudagsins. Við hvetjum alla áhugasama til fylgjast grannt með. Höfundur er talmeinafræðingar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun