Íslenski boltinn

Breiða­blik vann Stjörnuna í marka­leik | Tveimur leikjum frestað

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld.
Hildur Antonsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í kvöld. Vísir/Vilhelm

Breiðablik vann 3-2 sigur á Stjörnunni í Lengjubikar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Tveir aðrir leikir áttu að fara fram en þeim var frestað vegna veðurs.

Leikur Stjörnunnar og Breiðabliks fór fram í Miðgarði, innanhússhöll Stjörnunnar í Garðabæ. Boðað var upp á markaveislu en Hildur Antonsdóttir kom bikarmeisturum Breiðabliks yfir.

Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði fyrir Stjörnuna áður en Margrét Brynja Kristjánsdóttir kom Blikum yfir á nýjan leik og Hildur bætti við sínu öðru marki áður en Arna Dís Arnþórsdóttir minnkaði muninn fyrir Stjörnuna.

Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-2 sigri Breiðabliks. Sigurinn þýðir að Blikar eru á toppi riðils 1 í A-deild.

Þróttur Reykjavík og Valur áttu að mætast í stórleik í Laugardalnum en var frestað vegna veðurs. Þá átti Víkingur að taka á móti FH en þeim leik var einnig frestað vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×