Tvö ár frá fyrsta greinda tilfelli Covid hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. febrúar 2022 20:01 Frá upplýsingafundi almannavarna þann 28. febrúar 2020 þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. vísir/vilhelm Tvö ár eru í dag síðan fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á landi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá og deilir fólk um það hvort að Covid sé búið eða ekki. Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Það var rétt fyrir klukkan þrjú á þessum degi fyrir tveimur árum sem fréttir voru sagðar af fyrsta greinda tilfelli hinnar dularfullu Wuhan veiru, eins og hún var kölluð á þeim tíma, hér á landi. Hinn smitaði var karlmaður á fimmtugsaldri sem var nýkominn heim úr skíðaferð frá Norður-Ítalíu. Í kjölfarið var boðað til blaðamannafundar þar sem þríeykið bað fólk um að halda ró sinni. Þrjú lögregluembætti voru virkjuð til þess að rekja ferðir hins smitaða og smitrakningarteymi búið til. Forseti Íslands benti fólki á að skelfing leysi engan vanda. Á fyrsta upplýsingafundi þríeykisins, sem haldinn var tveimur dögum fyrir fyrsta tilfellið hér á landi, teiknaði sóttvarnalæknir upp spá um verstu sviðsmyndina. „Gætum við búist við að sjá svona kannski 300 tilfelli á Íslandi. 20 gjörgæslutilfelli og svona upp undir 10 dauðsföll,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna árið 2020. En hlutirnir urðu verri og síðan þá hafa rúmlega hundrað þúsund smitast af kórónuveirunni hér á landi í nokkrum bylgjum. 1.171.551 sýni hafa verið tekin. 934 lagst inn á Landspítala. 116 á gjörgæslu og 62 látist. Þríeykið birtist allt að 200 sinnum á skjám landsmanna á reglulegum upplýsingafundum þar sem það greindi frá gangi mála. „Góðan og blessaðan daginn,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna þegar hann bauð fólk velkomið á fundina. Hver bylgjan tók við af annarri en við fengum frí inni á milli. Sóttvarnaaðgerðir voru hertar og á þeim slakað til skiptis. Og það var síðan á föstudaginn síðasta sem öllum takmörkunum var aflétt. „Covid er búið,“ öskrar ein skemmtanaglöð í miðbæ Reykjavíkur á föstudaginn. Þessu er sóttvarnalæknir ekki sammála. Enn greinist fjöldi fólks smitaða á degi hverjum og er Landspítalinn á neyðarstigi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tímamót Einu sinni var... Heilbrigðismál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira