Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2022 14:00 Abramovich bak við rússneskan fána á fundi með fleiri rússneskum viðskiptajöfrum með Vlaidmir Putin árið 2016. Getty Images/Mikhail Svetlov Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich. Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni. Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Að því er kemur fram í frétt BBC um málið er Avramovich einn ríkasti maður Rússlands og er talið að hann eigi í nánum tengslum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Viðræður milli sendinefnda Rússlands og Úkraínu á landamærum Hvíta-Rússlands hófust í morgun. Úkraína hefur kallað eftir vopnahlé á meðan viðræðum stendur. Heilbrigðisráðuneyti Úkraínu segir 352 almenna borgara, þar af 14 börn, hafa fallið eftir að innrás Rússa hófst í síðustu viku. Abramovich tilkynnti á laugardag að hann ætlaði að stíga til hliðar í daglegum rekstri Chelsea. Í sameiginlegri yfirlýsingu hans og Chelsea var ekkert minnst á ástæður þess að hann stigi til hliðar, þ.e. ekkert var minnst á innrás Rússlands í Úkraínu. Alexander Rodnyansky, leikstjóri og talsmaður Abramovich, staðfesti að sá síðarnefndi tæki þátt í viðræðum fyrir friði. Hann væri þó óviss um áhrif þess á viðræðurnar. „Ég get staðfest að Úkrínumenn hafa verið að leita að einhverjum í Rússlandi sem er tilbúinn að hjálpa til við að finna friðsamlega lausn,“ sagði Rodnyansky. „Þeir komust í samband við Abramovich í gegnum samfélag gyðinga og báðu um hjálp. Abramovich hefur síðan þá reynt að þrýsta á friðsamlega lausn. Þótt áhrif Abramovich séu takmörkuð þá er hann sá eini sem hefur svarað kallinu og látið reyna á áhrif sín.“ Íþróttasamfélagið bregst við innrásinni Alþjóðaknattspyrnusambandið segir að Rússar verði að spila keppnisleiki sína á hlutlausum velli, án fána og þjóðsöngs. Skotland, Írland, England, Wales, Pólland, Tékkland og Svíþjóð hafa hafnað að spila leiki við Rússland. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra fundar á miðvikudaginn til að ræða stöðu keppenda Rússlands aðeins tveimur dögum áður en Vetrarólympíumót fatlaðra hefst í Peking. Kallað hefur verið eftir því að keppendum frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi verði meinuð þátttaka. Fjölmörg fleiri viðbrögð mætti nefna í íþróttaheiminum. Schalke hefur rift samningi sínum við rússneska olíufyrirtækið Gazprom, einn aðalstyrktaraðila Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Var merki fyrirtækisins fjarlægt af keppnistreyjum liðsins. Alþjóðabadmintonsambandið hefur fellt niður mót í Rússlandi og Hvíta-Rússlandi og meina keppendum frá löndunum að bera fána landanna eða spila þjóðsöngva. Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev, efstur á heimslista karla í tennis, hefur kallað eftir friði. Skylmingalandslið Úkraínu hafnaði að skylmast við Rússa á heimsmeistaramótinu í skylmingum í Egyptalandi á sunnudag. Þá hefur úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu, sem fara átti fram í St. Pétursborg, verið færður til Frakklands. Öll nýjustu tíðindi af stöðunni í Úkraínu má finna í vaktinni.
Enski boltinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13 „Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48 Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Vaktin: Tugir borgara sagðir hafa fallið í klasasprengjuárás Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Borgin virðist þó umkringd af rússneskum hermönnum en Rússar hafa sagt að almennir borgarar megi flýja og verði óáreittir. 28. febrúar 2022 06:13
„Rússland verður nú alþjóðlegt úrhrak í áratugi“ „Stalínismi dó ekki fyrr en hann gerði það. Það sama á við um Maóisma. Á það líka við um Pútinisma?“ 28. febrúar 2022 12:48
Rúmlega hálf milljón Úkraínumanna á flótta Sameinuðu þjóðirnar áætla nú að rúmlega hálf milljón manna hafi flúið heimili sín vegna stríðsátakanna í Úkraínu eftir innrás Rússa. Hörð átök eru enn víða í landinu, en Rússar hafa meðal annars ráðist á stórborgir á borð við Kænugarð. Kharkív og Tsjernihív. 28. febrúar 2022 13:00