Hrós lætur okkur líða vel Ingrid Kuhlman skrifar 1. mars 2022 09:01 „Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
„Flott klipping, hún fer þér vel“, „Ræðan sem þú hélst í afmælisveislunni var mjög áhrifamikil“, „Þú ert virkilega góður vinur; ég get ekki sagt þér hversu frábært það var að tala við þig í síðustu viku þegar ég var í uppnámi.“ Einlægt hrós lætur okkur líða vel, bæði þegar við veitum það og þiggjum. Þegar við hrósum sýnum við þakklæti, sem er grundvallarþörf mannsins og mikilvægt í öllum samskiptum. Vísindamenn hafa komist að því að sömu hlutar heilans lýsast upp þegar við fáum hrós og þegar við fáum umbun eins og peninga. Hrós hjálpar okkur að taka eftir og meta það sem er gott. Það styrkir æskilega hegðun. Ef við segjum sem dæmi samstarfsmanni hversu gott það sé að geta leitað til hans um aðstoð og ráð er líklegt að hann verði boðinn og búinn að aðstoða okkur í framtíðinni. Hvernig getum við orðið betri í að gefa hrós? Meðfylgjandi eru nokkur góð ráð. Veittu einlægt hrós Það gæti virst skaðlaust að segja einhverjum að skórnir hans séu fallegir, jafnvel þó að þér finnist þeir ljótir. En í langflestum tilfellum mun ósvikið hrós hafa mun meiri áhrif. Flest okkar hafa sjötta skilningarvitið þegar einhver segir eitthvað án þess að meina það. Taktu eftir Lykillinn að því að gefa hrós og vera góður í því að gefa hrós er að veita fólkinu í kringum sig eftirtekt. Taktu eftir því hvað þér líkar við eða kannt að meta við manneskjuna og nefndu það. Vertu nákvæmur og útskýrðu hvers vegna þú ert að hrósa Gott hrós er nákvæmt og sértækt. Að heyra að einhverjum finnist við klár, góð eða falleg er auðvitað gaman að heyra, en slíkt hrós er almennt og getur átt við um marga. Að nefna eitthvað ákveðið sýnir að við veitum eftirtekt. Í stað þess að segja einhverjum að hann sé góður fundarstjóri væri t.d. hægt að segja: „Mig langar að hrósa þér fyrir fundarstjórnina áðan. Ég var ánægður með að þú skulir hafa tekið sorpmálið af dagskrá. Við hefðum aldrei náð að ljúka fundinum á tilsettum tíma þar sem við þurfum góðan tíma til að ræða þetta mál frá öllum hliðum. Veittu hrós sem oftast Helst ættum við að gefa (og fá) hrós á hverjum degi, sérstaklega í nánum samböndum. Það er mjög auðvelt að taka hvert öðru sem sjálfsögðum hlut eða gera aðeins að umtalsefni það sem þarfnast lausna. Að taka eftir öllu því góða við maka þinn, börn þín, systkini eða vini er mikilvægt og getur styrkt sambandið. Þegar við venjumst því að gefa oftar hrós munum við líka taka betur eftir því sem vel gengur. Taktu á móti hrósi með þakklæti Stundum finnst fólki óþægilegt að fá hrós og sumir tengja hrós við mont. Að kunna að taka hrósi er jafn mikilvægt og að gefa hrós. Þegar við höfnum hrósi eða gerum lítið úr því erum við í raun að segja þeim sem hrósar okkur að hann hafi rangt fyrir sér eða að við viljum ekki fá hrós. Þetta er eins og að neita að þiggja gjöf frá einhverjum. Einfalt „TAKK“ virkar oft best. Alþjóðlegi hrósdagurinn Alþjóðlegi hrósdagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, 1. mars. Haldið var fyrst upp á daginn í Hollandi fyrir 19 árum en nú er honum fagnað víða um heim, meðal annars hér á landi. Á vefsíðu alþjóðlega hrósdagsins www.worldcomplimentday.com segir að það sé markmið aðstandenda hans að hann verði „jákvæðasti dagur heimsins.“ Öll höfum við þörf fyrir að fá hrós. Það er ekkert sem gleður meira, gefur meiri orku og gerir fólk ánægðara en einlægt hrós. Höfundur hrinti hrósdeginum á Íslandi af stað árið 2013 og stofnaði Facebook-síðuna Hrós dagsins . Þar setja um 7.000 manns reglulega inn hrós.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar