Telur nýjasta útspil Pútíns sýna leikaraskap og örvæntingu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. febrúar 2022 19:03 Friðrik Jónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, telur að nýjasta útspil Vladimírs Pútín Rússlandsforseta, að skipa kjarnorkusveitum sínum að vera í viðbragðsstöðu, endurspegla leikaraskap og örvæntingu af hálfu Pútíns. Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þetta kom fram í máli Friðriks í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Pútín skipaði hersveitum sínum sem halda utan um fælingarvopn Rússa að vera í viðbragðsstöðu. Þetta gerði hann vegna „óvinsamlegra“ aðgerða vesturlanda í garð Rússa. Þá sagði Friðrik að spurningin um hvort það sem á sér nú stað í Úkraínu muni ná til fleiri landa velti á því hvernig stríðsrekstur Pútíns gengur. Hingað til hafi hann ekki gengið jafn vel og Pútín hafði vonað. „Ég velti því líka fyrir mér, ástæða þess að Evrópuþjóðir eru ekki með beina hernaðaríhlutun, það er meðal annars út af fimmtu greininni í NATO-samningnum, þannig að það er komið með vopnbúnað og aðra slíka aðstoð. En hversu lengi mun Pútín horfa á þessa aðgreiningu? Ef NATO þjóðir og Evrópuþjóðir eru að veita Úkraínu allan þennan stuðning, af hverju ætti hann að halda sig við þessa lagalegu skilgreiningu, hvort það breyti einhverju hvort það er herlið komið í landið ef það er mikill stuðningur við Úkraínu að öðru leyti,“ segir Friðrik. Í fimmtu grein NATO-samningsins segir: „Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“ Pútín lifi í draumaveröld Friðrik segist þá telja að Rússlandsforseti væri ekki í tengslum við raunveruleikann. „Ég held að Pútín þjáist nú af því sem valdakarlar í hans stöðu þjást gjarnan af. Þeir eru búnir að búa til sína eigin draumaveröld. Síðan kemur að þeim tímapunkti að hún rekst á við raunveruleikann, og raunveruleikinn er bara ekkert sá sami. Það er verst að hér er raunveruleikinn hættulegur, og hann er blóðugur og í raun og veru mjög hræðilegur. Það er ekkert gott við þetta,“ segir Friðrik. Aðspurður hvort og þá hvenær sú stund rynni upp að vesturlönd þyrftu að grípa til beinna hernaðaraðgerða gegn Rússlandi, sagðist Friðrik ekki telja það ráðlegt. „Við erum komin á þann stað að það eru allir búnir að gefast upp. Þess vegna er verið að grípa til svona harðra aðgerða, eins og til dæmis viðskiptaþvinganir. Óskandi að Pútín yrði steypt af stóli Bein hernaðaríhlutun væri hins vegar eitthvað sem Evrópa og NATO myndu reyna að forðast í lengstu lög. „Mögulega eru þessar aðgerðir sem verið er að grípa til núna, meðal annars að taka á seðlabankanum og annað, þetta hefur það mikil áhrif á fólk í hans innsta hring. Þá vonum við að sjálfsögðu að einhver grípi í taumana og reyni að hafa áhrif á hann,“ segir Friðrik. „Við munum reyna að forðast það í lengstu lög að fara í bein átök við Rússland.“ Þýðir þetta ekki bara að hann verður annað hvort að sigra, eða honum verður steypt af stóli og jafnvel drepinn? „Þetta seinna, við skulum bara vona að það verði það sem gerist. Með einum eða öðrum hætti.“
„Aðilar eru sammála um, að vopnuð árás á einn þeirra eða fleiri í Evrópu eða Norður-Ameríku skuli talin árás á þá alla; fyrir því eru þeir sammála um, ef slík vopnuð árás verður gerð, að þá muni hver þeirra í samræmi við rétt þann til eigin varnar og sameiginlegrar, sem viðurkenndur er í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna, aðstoða aðila þann eða þá, sem á er ráðist, með því að gera þegar í stað hver um sig og ásamt hinum aðilunum þær ráðstafanir, sem hann telur nauðsynlegar, og er þar með talin beiting vopnavalds, til þess að koma aftur á og varðveita öryggi Norður- Atlantshafssvæðisins. Tilkynna skal Öryggisráðinu tafarlaust allar þvílíkar vopnaðar árásir og allar ráðstafanir, sem gerðar eru vegna þeirra. Hætta skal slíkum ráðstöfunum, þegar Öryggisráðið hefur gert þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til þess að koma á aftur og varðveita alþjóðafrið og öryggi.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“