Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2022 21:01 Stríðsástand hefur ríkt í Úkraínu undanfarin átta ár frá því að Rússland innlimaði Krímskaga frá Úkraínu. Getty/Marlon Correa Ágreining Rússa og Úkraínumanna má rekja allt aftur til falls Sovétríkjanna árið 1991 þegar Úkraína lýsti yfir sjálfstæði. Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Tíundi áratugurinn einkenndist af deilum um yfirráðasvæði milli ríkjanna. Árið 1994 skrifuðu ríkin, auk Bretlands og Bandaríkjanna, undir samkomulag um að rússneskum kjarnorkuvopnum, sem enn voru í Úkraínu, yrði skilað til Rússa og að ríkin viðurkenndu sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu. Árið 1997 skrifuðu Rússar og Úkraínumenn svo undir vináttusamning sem fól í sér viðurkenningu ríkjanna tveggja á yfirráðasvæðum hvers annars meðal annars. Sá samningur rann út árið 2019 en Úkraínumenn vildu ekki endurnýja hann þar sem rússneskir hermenn voru á úkraínskri grundu. Árið 2013 fór spennan milli Úkraínumanna og Rússa að magnast að nýju þegar Viktor Janúkóvitsj, þáverandi forseti Úkraínu, hafnaði samningi um að Úkraína gengi í Evrópusambandið. Varaði við að Úkraína myndi klofna ef hún þyrfti að velja milli Rússlands og ESB Rússar voru mjög á móti inngöngu Úkraínu í Evrópusambandið og stóðu þétt við bakið á Janúkóvitsj. Vladimír Pútín Rússlandsforseti sagði á sínum tíma að Úkraína myndi klofna ef þjóðin yrði látin velja milli samstarfs við Evrópusambandið eða Rússlands. Eftir riftun samningsins hófust fjöldamótmæli á götum Úkraínu, sem öryggissveitir Jaknúkóvitsj svöruðu af hörku, með þeim afleiðingum að ríkisstjórnin hröklaðist frá völdum og Janúkóvitsj forseti flúði til Rússlands. Í mars 2014 réðust Rússar inn á Krímskaga í Úkraínu og síðar sama ár náðu aðskilnaðarsinnar stjórn á hluta Austur-Úkraínu, með aðstoð Rússa. Á undanförnum árum hafa Úkraínumenn fjarlægst Rússa meira og meira, lagt aukna áherslu á lýðræðið og frekar viljað samstarf við Evrópusambandið en Rússa. Þá hefur hernaðarviðvera Bandaríkjanna í Úkraínu bætt gráu ofan á svart og Rússar litið á það sem útrás Atlantshafsbandalagsins til Austurs, sem Rússland telur mikla ógn við sig. Frá því í apríl í fyrra hefur Rússland haft stöðuga hernaðarviðveru við landamærin að Úkraínu og þegar leið á árið varð rússneska hersins vart á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Ástandið var þó nokkuð stöðugt, svona framan af, en nú í byrjun árs fór ástandið að versna. Nú á mánudag lýsti Pútín yfir viðurkenningu á sjálfstæði úkraínsku héraðanna Luhansk og Donetsk og að friðargæsluliðar á vegum rússneska hersins yrðu sendir inn í héruðin. Á þriðjudag boðuðu fjöldi ríkja til refsiaðgerða gegn Rússum en á aðfaranótt fimmtudags hófst allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19 Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31 Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sjá meira
Ísland lokar fyrir flugumferð Rússa og vegabréfaáritun ekki í boði fyrir diplómata Ísland hefur lokað fyrir flugumferð Rússa í loftrými Íslands. Þá fá rússneskir diplómatar og viðskiptamenn ekki að koma til landsins en búið er að loka fyrir vegabréfsáritanir þeirra. 27. febrúar 2022 10:19
Úkraínuvaktin: Rússar komnir inn í næststærstu borg landsins Nýjar gervihnattamyndir sýna nokkurra kílómetra langa bílalest, sem inniheldur meðal annars skriðdreka, stefna í átt að Kænugarði. 27. febrúar 2022 07:31
Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. 26. febrúar 2022 20:01