Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2022 20:01 Bílalest Rússa á Krímskaga. Vísir/AP Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá greiðslukerfi sem notað er til að miðla fjármunum milli alþjóðlegra banka en rússneskir hermenn hafa nú tekið að beina sprengjuárásum að spítölum og skólum í Úkraínu. Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Árásir Rússa á úkraínskar borgir héldu áfram í alla nótt og segir varnarmálaráðherra Úkraínu að rússneskir hermenn séu teknir að beina sprengjuárásum á íbúabyggðir, spítala og skóla. Kort sem uppfært var klukkan átta í morgun.grafík/ragnar visage Þetta kort var uppfært klukkan átta í morgun. Rauðu svæðin eru þau sem Rússar stjórna. Appelsínugulu punktarnir sýna staði þar sem sprengjuárásir hafa verið gerðar og rauðu punktarnir sýna staði þar sem virk átök milli stríðandi fylkinga hafa verið. Þeim ríkjum fjölgar sem samþykkja að aftengja Rússland frá SWIFT greiðslukerfinu en það er notað til að miðla greiðslum á milli alþjóðlegra banka. Í dag hafa stjórnvöld á Ítalíu, í Ungverjalandi og í Kýpur sagt styðja við brottrekstur Rússa úr fjármálakerfinu en fyrir hafa Bandaríki, Kanada, Bretland og Evrópusambandið lýst yfir vilja til brottreksturs Rússa. Þjóðverjar hafa verið hikandi með það. Flóttamenn halda áfram að flýja frá Úkraínu til Póllands, Rúmeníu og fleiri landa. I learn to use #Kalashnikov and prepare to bear arms. It sounds surreal as just a few days ago it would never come to my mind. Our #women will protect our soil the same way as our #men. Go #Ukraine! 🇺🇦 pic.twitter.com/UbF4JRGlcy— Kira Rudik (@kiraincongress) February 25, 2022 Þingmenn Úkraínu eru meðal þeirra sem hafa tekið til vopna til varnar þjóð sinni. Á þessari mynd hér að ofan sést úkraínsk þingkona með riffil sem hún lærði á í gær. Fyrrum forseti Úkraínu varðist á götum úti í dag og sagði Pútin einfaldlega að hypja sig burt. „Þetta er landið okkar. Þetta er fólkið okkar. Pútín hefur ekkert að gera hér. Farðu úr Úkraínu, herra Pútín,“ sagði Petro Poroshenko. Vólódómír Selenskíj forseti Úkraínu er enn staddur í Kænugarði en hann ávarpaði þjóðina í morgun. „Hlustið nú: Ég er hér. Við munum ekki leggja niður vopn okkar, við munum vernda landið okkar. Vopn okkar eru sannleikur okkar, þetta er okkar land, okkar börn og við þurfum að vernda þau.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira