Verðbólga eykst í 6,2 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2022 09:06 Verðbólga hefur aukist víða um heim undanfarin misseri. Vísir/Hanna Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,2%. Þetta kemur fram í nýjum verðlagstölum Hagstofu Íslands. Verðbólga jókst meira en greiningardeildir bankanna gerðu ráð fyrir en hagfræðideild Landsbankans spáði að ársverðbólga myndi mælast 5,8% í febrúar. Þá spáði Greining Íslandsbanka 5,9% verðbólgu á ársgrundvelli og Arion banki 6,1%. 7,5 prósent verðhækkun á húsgögnum, heimilisbúnaði frá janúar hafði mest áhrif til hækkunar á vísitölu neysluverðs samkvæmt tölum Hagstofunnar, eða 0,47%. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,2% (áhrif á vísitölu 0,22%), verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,8% (áhrif á vísitölu 0,11%) og bensín og olíur hækkuðu um 3,6% (áhrif 0,11%). Flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 9,7% (áhrif 0,14% til lækkunar). Spá 5,8% verðbólgu Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði stýrivexti um 0,75 prósentur í febrúar og eru nú 2,75 prósent. Í rökstuðningi nefndarinnar kom fram að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert og undirliggjandi verðbólga einnig aukist. Þar spili inn í hækkun húsnæðisverðs, annarra innlenda kostnaðarliða og olíu- og hrávöruverðs. Samkvæmt spá Seðlabankans eru horfur á að verðbólga verði 5,8% á fyrsta fjórðungi ársins, sem lýkur í mars, og yfir 5% fram eftir þessu ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26 Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis. 16. febrúar 2022 13:26
Gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið Hagfræðideild Landsbankans varar við því að koma þurfi böndum á húsnæðismarkaðinn til að hemja verðbólgu almennt en íbúðaverð heldur áfram að hækka hratt. Staðan sé alvarleg og gæti stefnt í lengri og þrálátari verðbólgu en áður var talið ef íbúðamarkaður fer ekki að róast. 16. febrúar 2022 10:13