Lýsir stórmerkilegum persónulegum kynnum af Pútín Snorri Másson skrifar 24. febrúar 2022 12:44 Vladimír Pútín hefur verið lengur við völd í Rússlandi en nokkur annar frá því Stalín var við völd. Hann hefur verið forseti Rússlands frá árinu 2000, að undanskildum árunum 2008 til 2012 þegar hann var forsætisráðherra og fyrrverandi forsætisráðherra hans varð forseti. Mikhail Svetlov/Getty Images Harald Malmgren, hagfræðingur og ráðgjafi fjölda Bandaríkjaforseta í alþjóðamálum í gegnum tíðina, skrifar grein á vefmiðilinn Unherd í dag, þar sem hann lýsir persónulegum kynnum sínum af Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
Malmgren kynntist Pútín þegar hann var embættismaður á tíunda áratug síðustu aldar, skömmu eftir fall Sovétríkjanna. Þeir áttu fjölbreytt samtöl á milli stífra fundarhalda og við einn kvöldverðinn spurði Pútín Bandaríkjamanninn út í helstu hindranirnar þegar kæmi að samstarfi vestræns atvinnulífs og rússneskra viðskiptamanna. Harald Malmgren aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford.Real Vision Finance/YouTube Malmgren kveðst hafa svarað því til að helsti vandinn í þeim efnum væri illa skilgreindur eignaréttur í rússneskum lögum - án hans væru engar forsendur til leysa úr lagadeilum. „Einmitt,“ svaraði Pútín þá. „Í ykkar kerfi eru deilur í viðskiptalífinu leystar með lögmönnum frá báðum aðilum, öllum á tímakaupi. Þetta fer síðan oft fyrir dómstóla sem aftur er mánaðalangt ferli með tilheyrandi uppsöfnuðum kostnaði. Í Rússlandi leysum við málin hins vegar yfirleitt bara með heilbrigðri skynsemi. Ef verulegir fjármunir eða eignir eru undir væri dæmigert að aðilar myndu hvorir um sig senda fulltrúa í sameiginlegan kvöldverð. Allir sem þangað kæmu væru vopnaðir. Og þar sem banvæn og blóðug niðurstaða væri þannig yfirvofandi allan tímann, myndu aðilar komast að sameiginlegri lausn sem allir væru sáttir við. Óttinn er drifkraftur heilbrigðrar skynsemi,“ hélt Pútín áfram. Biden þurfi að semja Pútín hafi síðan yfirfært þessa hugmyndafræði á deilur á milli sjálfstæðra þjóða. Forsenda fyrir því að lausn náist í mál sé ótti við möguleg yfirgengileg og ofsafengin viðbrögð andstæðingsins ef sáttir nást ekki. Malmgren skrifar að Pútín hafi í þessum samtölum virst spenntur fyrir hugmyndinni um að andstæðingar stæðu frammi fyrir skelfilegum afarkostum. Þegar Úkraínudeilan blasir nú við segir Malmgren að Pútín hafi eftir á að hyggja í raun verið að lýsa deilunni á milli Rússa og Bandaríkjamanna. Þingkosningar í Bandaríkjunum fara fram í nóvember og þar eru sigurlíkur demókrata ekki taldar miklar - sem setur Joe Biden í flókna stöðu.Peter Klaunzer - Pool/Keystone Þar sem Joe Biden sé í krappri pólitískri stöðu í heimalandi sínu, megi hann ekki við meiri háttar truflunum vegna alþjóðadeilna. Hann þurfi því að semja. Eðlisávísun mafíuforingja Malmgren, sem aðstoðaði á starfsferli sínum forseta á borð við John F. Kennedy, Lyndon B. Johnson, Richard Nixon og Gerald Ford, segir að Pútín hafi komið honum fyrir sjónir sem gáfaðri maður en flestir stjórnmálamenn í Washington. Pútín hafi haft eðlisávísun mafíuforingja; gjarn á að verðlauna velgjörðamenn sína en fljótur að hóta banvænum afleiðingum þegar fólk óhlýðnast leikreglunum. Malmgren skrifar: „Gorbatsjov var ekki nógu strerkur leiðtogi. Jeltsín skorti einbeitingu. Rússland vantaði sterkan leiðtoga. Pútín steig fram. Hvað snertir sjálfsmynd Pútín minntist hann nokkrum sinnum á Pétur mikla Rússakeisara - svo oft að ég sannfærðist um að hann liti á sig sem Pétur mikla endurfæddan. Ég hef ekki heimsótt Kreml frá 1988 en mér skilst að þar hangi frekar myndir af Pétri en Pútín sjálfum, eins og væri viðbúið. Þetta atriði hefur þýðingu fyrir Biden, Nato og Úkraínu og það er hægt og rólega að koma í ljós. Pútín er ekki allur þar sem hann er séður.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“