Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. febrúar 2022 06:23 Úkraínskir hermenn á ferðinni í dag. AP/Vadim Ghirda Her Rússlands gerði innrás í Úkraínu eftir skipun frá Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í nótt. Innrásin hófst á sprengjuregni í nokkrum borgum Úkraínu og innrás úr norðri, austri og suðri. Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Pútín hélt ávarp í nótt þar sem hann sagði frá innrásinni. Í því sagði hann að markmiðið væri að brjóta niður hernaðarmátt Úkraínu og „að afmá nasismann“ sem hann og rússneskir fjölmiðlar hafa haldið fram að grasseri í Úkraínu. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Hann sagði í ávarpi sínu í morgun að Donetsk og Luhansk, héruð í Úkraínu en Rússland viðurkenndi sjálfstæði þeirra á mánudag, hafi óskað eftir aðstoð Rússa og þeir hafi ekki getað setið hjá. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Það sem vitað er um ástandið í Úkraínu: Rússar réðust á Úkraínu úr norðri, austri og suðri, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Árásin hófst þó á eldflauga- og stórskotaliðsárásum á skotmörk víðsvegar um Úkraínu. Skothríðin beindist að miklu leyti að flugvöllum Úkraínuhers og loftvörnum. Varnamálaráðuneyti Rússlands segist hafa ónýtt flugherafla Úkraínumanna og hafa rússneskir hermenn tekið yfir Chernobyl kjarnorkuverið. Úkraínumenn náðu aftur stjórn yfir Hostomel flugvellinum við Kænugarð eftir átök við Rússa. Tölur um mannfall hafa borist víðsvegar að en þær eru að mestu leyti óáreiðanlegar. Bardagar hafa geisað milli þúsunda manna víðsvegar um Úkraínu. Volodímír Selenskíj, forseti Úkraínu, greindi frá því í ávarpi seint í kvöld að 137 hefðu dáið í innrásinni og 316 særst. Hann sagðist vera helsta skotmark Pútíns. Varnir Úkraínuhers í austri, nærri Kharkiv eru sagðar hafa gengið vel. Það sama má ekki segja um varnir við Krímskaga en rússneskar hersveitir eru sagðar hafa náð langt inn í land þar. Þá eru Rússar að gera sterka sókn að Kænugarði frá Hvíta-Rússlandi. Innrásin hefur verið fordæmd og gagnrýnd víða um heim. Alþjóðasamfélagið hefur boðað hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi en Bretland, Bandaríkin og Evrópusambandið kynntu umfangsmiklar aðgerðir í dag. Nágrannaríki Úkraínu í til vesturs hafa opnað landamæri sín fyrir fólk á flótta undan átökunum. Sameinuðu þjóðirnar telja að hundruð þúsund manna hafi þurft að flýja Úkraínu. Helstu fréttir Vísis frá Úkraínu: Grípa til refsiaðgerða en ganga ekki eins langt og sumir myndu vilja Mótmæli við sendiráðið: „Erfitt að lýsa þessu með orðum“ Var viku að forða eignum fyrirtækisins úr landi „Ég svara ykkur eftir nokkra daga ef ég verð enn á lífi“ Matvöruverslanir og hraðbankar tæmdir í Kænugarði Við munum fylgjast með gangi mála í dag í vaktinni hér að neðan.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Sjá meira