„Skref sem gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 23:27 Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu talaði til Rússa á rússnesku í ávarpinu. Skjáskot Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu ávarpaði þjóð sína í kvöld þar sem hann segir að yfirvöld í Rússlandi hafi fyrirskipað innrás og að þetta skref Rússa gæti verið upphafið á stríði í gjörvallri Evrópu. Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Í ávarpi Zelensky sem birtist á Facebook síðu hans kom fram að hann hafi reynt að hringja í Vladimir Putin Rússlandsforseta í dag sem hafi ekki svarað. „Það var þögn. Reyndar ætti þögnin að vera í Donbas,“ sagði Zelensky en Donbas er svæðið í austurhluta Úkraínu þar sem héröðin Donetsk og Luhansk er að finna þar sem aðskilnaðarsinnar hafa gert sig gildandi og óskað eftir hernaðaraðstoð. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, skrifaði um ávarp Zelensky á Twitter. "This step could be the start of a big war on the European continent. The whole world is talking about what could happen any day now," says Zelensky. "Any provocation. Any flare-up – one that could burn everything."— max seddon (@maxseddon) February 23, 2022 Zelensky sagði að á landamærum landanna, sem samtals væru um 2000 kílómetrar, væru núna 200.000 rússneskir hermenn sem væru búnir að fá fyrirskipun um að gera innrás á yfirráðasvæði annars lands. „Þetta skref gæti markað upphaf stríðs í gjörvallri Evrópu,“ sagði Zelensky á rússnesku og talaði beint til nágranna sinna. „Þeir eru að segja ykkur að þetta muni frelsa fólkið í Úkraínu. Fólkið í Úkraínu er frjálst, það þekkir fortíðina og eru að byggja upp sína framtíð,“ sagði Zelensky enn fremur. „Fólkið í Úkraínu vill frið“ Zelensky rifjaði upp tíma þar sem hann dvaldi á Donbas svæðinu og segir að hann eigi marga vini með fjölskyldur þar. „Þeir segja ykkur að ég búinn að fyrirskipa árás á Donbas. Til að skjóta hverja? Til að sprengja hvern?“ „Ég er að tala rússnesku við ykkur en það skilur enginn í Rússlandi hvaða götur þetta eru. Þetta er okkar land og okkar saga. Fyrir hverju eruð þið að berjast? Og með hverjum?“ Þá biðlaði hann til rússnesku þjóðarinnar og sagði Úkraínu vilja frið. „Mörg ykkar eigið ættingja í Úkraínu, þið stunduðuð nám í úkraínskum háskólum og eigið úkraínska vini. Þið þekkið okkar gildi og hvað skiptir okkur máli. Hlustið á ykkur sjálf og ykkar innri skynsemi. Fólkið í Úkraínu vill frið.“ „Ríkisstjórn Úkraínu vill frið og er að gera allt sem hún getur. Við erum ekki ein, fjölmörg lönd styðja Úkraínu. Þetta er ekki spurning um frið sama hvað. Þetta er spurning um frið, gildi, réttlæti, alþjóðalög og réttinn til að ákveða sína eigin framtíð.“ Orðrómar um árás í nótt Luke Harding, blaðamaður The Guardian, skrifaði á Twitter í kvöld um stemmninguna í Kænugarði. Hann segir að orðróm á meðal embættismanna, erlendra tengiliða og blaðamanna að Rússar muni ráðast inn klukkan 4 eftir miðnætti að úkraínskum tíma. Þá er klukkan tvö hér á Íslandi. After midnight in #Kyiv. The mood grim, friends calling each other, the city still up and drinking tea. The rumour - from officials, foreign contacts, journalists - is that Russian action will began at 4am local time. #Ukraine is bracing, joking, hugging, loving. We wait— Luke Harding (@lukeharding1968) February 23, 2022 Fréttin verður uppfærð
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“