Aðskilnaðarsinnar biðja Rússa um hernaðaraðstoð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 23. febrúar 2022 22:31 AP/Evgeniy Maloletka Aðskilnaðarsinnar í héruðunum Doetsk og Luhansk í Úkraínu hafa óskað eftir hernaðaraðstoð frá Rússlandi til að bregðast við ágangi Úkraínumanna. Þetta hefur AP fréttastofan eftir talsmanni Kreml. Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn. Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Vladímír Pútín Rússlandsforseti lýsti yfir sjálfstæði héraðanna og skrifaði undir varnarsáttmála við aðskilnaðarsinna á mánudag og í gær fékk hann formlega heimild frá þinginu til að beita her ríkisins utan landamæra þess. Dmitru Peskov, talsmaður Kreml, segir aðskilnaðarsinna hafa skrifað til Pútíns og óskað eftir aðstoð þar sem hernaðaraðgerðir Úkraínumanna á svæðunum hafi leitt til mannfalls almennra borgara og skemmda á innviðum. Jen Psaki, samskiptafulltrúi Hvíta hússins, sagði yfirvöld í Moskvu halda áfram að sigla undir fölsku flaggi fyrir komandi átök og að beiðni aðskilnaðarsinnanna í dag væri merki um tilraunir Rússa til að réttlæta átök. Vesturríkin myndu halda áfram að benda á slíkt og benda á raunverulega stöðu. Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi innrás Rússa í landið. Úkraínsk yfirvöld óttast að Rússar muni reyna að koma á enn frekara ójafnvægi í landinu með því að nýta sér stuðningsmenn sína í Úkraínu, þar á meðal stjórnmálaflokk sem á fulltrúa á úkraínska þinginu og er hliðhollur Rússum. Samþykkt þingsins gerir yfirvöldum kleift að hefta ferðir almennings, koma í veg fyrir mótmæli og banna stjórnmálaflokka og samtök í nafni almannahagsmuna. Neyðarástand tekur gildi á morgun og gildir í 30 daga. Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, fundaði í dag með forsetum NATO ríkjanna Póllands og Litháens í dag en að fundinum loknum sagði Zelenskyy Úkraínumenn ekki fara í grafgötur með að þeir tilheyrðu engu varnarsamstarfi og þeir þyrftu að verja sig sjálfir. „Þess vegna þarf Úkraína á skýrum og nákvæmum öryggistryggingum að halda án tafar. Við viljum vera viss um að geta varið fólkið okkar og húsin okkar,“ sagði forsetinn.
Úkraína Átök í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29 Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21 Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Neyðarástandi lýst yfir í Kiev Borgarstjórinn í Kiev hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni sem tekur gildi á miðnætti. 23. febrúar 2022 22:29
Úkraínska þingið samþykkir að lýsa yfir neyðarástandi Úkraínska þingið samþykkti rétt í þessu að lýsa yfir neyðarástandi í landinu vegna yfirvofandi allsherjarinnrásar Rússa í landið. 23. febrúar 2022 20:21
Heimurinn bíður næstu skrefa Pútíns Ráðamenn víða um heim bíða eftir næstu skrefum Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Stærsta spurningin er hvort hann muni hefja stríð við Úkraínu eða kalla her sinn heim frá landamærunum. 23. febrúar 2022 17:01