Tuttugasta brúðkaupið í dag klukkan 22:00 þann 22.02 2022 Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 22:02 Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur Grafarvogskirkju hafði í nógu að snúast í dag við að gefa saman pör, Vísir/Arnar Þrátt fyrir leiðindaveður nýttu sér margir daginn til að láta gefa sig saman. Í Grafarvogskirkju var haldið hálfgert brúðkaupsmaraþon sem hófst á hádegi og stendur þar til í kvöld. Prestur segir dagsetninguna einstaka. Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum. Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Tuttugu pör nýttu sér dagsetninguna í dag eða 22. 02 2022 til að láta gefa sig saman í Grafavogskirkju en athafnirnar hófust í hádeginu og stóðu til kl. 22 í kvöld. Arna Ýrr Sigurðardóttir prestur í kirkjunni hafði því í nógu að snúast í dag. „Við vorum áðan með par sem kom með dóttur sína með sér sem á 22 ára afmæli í dag. Hún hélt að þau væru bara að fara út að borða þannig að gifting foreldranna í dag kom henni mjög ánægjulega á óvart,“ segir Arna. Arna segir að kirkjan hafi byrjað að bjóða upp á slíkt fyrirkomulag í kirkjunni í sumar eftir að fólk hafði þurft að fresta brúðkaupum hvað eftir annað vegna kórónuveirufaraldursins. Hún auglýsir eftir nafni á fyrirkomulagið. „Við erum búin að skoða alls konar útfærslur á nafni, hraðbrúðkaup, hnappheldan eða skiptimiðabrúðkaup því hugmyndin var að koma með strætó, fá skiptimiða og fara svo aftur heim á sama miðanum,“ segir Arna sem auglýsir eftir hugmyndum að nafni. Hún segir daginn minnistæðan fyrir margra hluta sakir. „Það er ekki svo oft sem ég er í fullum skrúða klukkustundum saman eða langt fram á kvöld þannig að kannski má segja að þetta sé brúðkaupsmaraþon,“ segir hún. Arna segir sjaldgæft að dagsetning sem þessi komi upp og því eðlilegt að hún sé vinsæl. „Þetta er einstök dagsetning, það er hægt að lesa hana aftur á bak og áfram. Þá er þetta dagsetning sem gott er að muna og fólk velur stundum dagsetningu sem gott er að muna,“ segir Arna að lokum.
Trúmál Brúðkaup Tímamót Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira