„Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. febrúar 2022 14:01 Lyubomyra Petruk segir íbúa Úkraínu búa sig undir stríð. Evrópusambandið hefur ákveðið að beita Rússa refsiaðgerðum vegna hernaðaraðgerða landsins í austurhluta Úkraínu. Sjálfstæðissinnar í austurhlutanum eru byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína að sögn konu frá landinu sem býr hér. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni og úkraínsk kona búsett á Íslandi segir landa sína búa sig undir stríð. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í nótt vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti lýsti í gær yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu héraðanna Luhansk og Donetsk og fyrirskipaði að herlið yrði sent inn til að sinna friðargæslu. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í yfirlýsingu við þjóð sína í gær að fólk ætti að halda ró sinni. Fólk þyrfti ekki að vera hrætt við neitt en heldur ekki gefast upp. Fordæma framferði Rússa Íslenskir ráðamenn hafa fordæmt framferði Rússa í málinu og í gær kom fram hjá utanríkisráðherra að Ísland muni taka þátt í aðgerðum til þess að bregðast við ákvörðun Pútíns. Bretar hafa boðað að þeir vilji beita Rússa refsiaðgerðum og þá ætlar Evrópusambandið að tilkynna um refsiaðgerðir gagnvart landinu eftir hádegi í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að Rússar séu að brjóta alþjóðalög. Hún hefur miklar áhyggjur af stöðunni enda verði á endanum almennir borgarar sem verði fórnarlömbin. Ísland taki þátt í aðgerðum í gegnum Evrópusambandið og NATO. Lyubomyra Petruk er frá Úkraínu en búsett hér á landi. Fyrir fimm árum, í febrúar 2014, hófst stríð Rússa og Úkraínu. Rússneska sambandsríkið, í bága við viðmið og meginreglur þjóðaréttar, innlimaði sjálfstjórnarlýðveldið Krímskaga og Sevastopol.og hernumdu ákveðin svæði í Donetsk og Luhansk svæðum. Lyubomyra segir að rússneski herinn sé hins vegar að fjölmenna þar og íbúar landsins búi sig undir stríð. „Þau eru að undirbúa sig undir stríð og þeir segja að rússneskir hermenn séu að koma frá Austur-Úkraínu,“ segir Lyubomyra. „Þetta er okkar heimili og land og við erum tilbúin.“ Þá séu sjálfstæðissinnar byrjaðir að kveða almenna borgara í herinn til að berjast við samlanda sína. Bróðir vinkonu sinnar hafi fengið herkvaðningu. „Hann mun berjast gegn bróður sínum í liði Úkraínu,“ sagði Lyubomyra Petruk.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Sjá meira
Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. 22. febrúar 2022 06:39