Goðsögn hjá Breiðabliki fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2022 16:51 Einar Sumarliðason var eins mikill Bliki og þeir gerast. Genginn er góður drengur, segir í frétt á heimasíðu Breiðaliks. Breiðablik Einar Ragnar Sumarliðason, starfsmaður hjá Breiðabliki til margra áratuga, er fallinn frá 71 árs gamall. Óhætt er að segja að Einar hafi verið goðsögn hjá Kópavogsfélaginu. Maður sem gekk í öll verk, með húmor og góðmennsku að vopni. Einar var sæmdur gullmerki Breiðablik þegar hann varð sjötugur í fyrra en félagið segir hann hafa átt hvað mestan þátt að skapa þann góða anda sem ríkt hafi í íþróttahúsinu Smáranum frá upphafi. Hvunndagshetja í orðsins fyllstu merkingu. Einar lést þann 13. febrúar, langt fyrir aldur fram eins og segir í minningarorðum á heimasíðu Breiðabliks. Einar flutti í Kópavoginn fyrir um fjörutíu árum og byrjaði strax ásamt konu sinni Ásdísi að taka virkan þátt í félagsstörfum en börn þeirra æfðu íþróttir hjá félaginu. Smárinn í Kópavogi hvar ungir sem aldnir Blikar áttu í samskiptum við Einar árum saman.Vísir/vilhelm Einar lét einkum til sín taka um langt um árabil sem sjálfboðaliði í starfi hjá knattspyrnudeild félagsins. Var hann í þeim góða hópi fólks sem sem sá um að koma Gull- & silfurmótinu, forvera Símamótsins, á legg. Mótið er elsta og umfangsmesta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stúlkur hérlendis. Einar starfaði við Símamótið óslitið síðan. Einar var jafnframt umsjónarmaður yngri flokka drengja um árabil og sat ennfremur í meistaraflokksráði karla um tíma. Frá árinu 1991 varð hann starfsmaður félagsins við íþróttamannvirkin í Smáranum, fyrst við gervigrasvöllin þar sem hann starfaði með Jóni Inga Ragnarssyni, og síðar við íþróttahúsið Smárann sem vígt var haustið 1994. Hann starfaði óslitið hjá félaginu uns hann lét af störfum 27. febrúar 2020, daginn fyrir 70 ára afmælisdaginn, eftir 29 ára starf. Frá viðureign Real Madrid og Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á snævi þökktum Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm „Óhætt er að segja að Einar hafi í starfi sínu í Smáranum verið réttur maður á réttum stað. Frábær samstarfsmaður, ósérhlífinn, þjónustulundaður með afbrigðum og alveg sérlega laginn að umgangast börn og unglinga. Sannkallað ljúfmenni með hjartað á réttum stað, ætið reiðubúinn að leiðbeina og leiðrétta smávægilegar yfirsjónir smáfólks, sem kannski skildi skóna eftir á röngum stað, lét ekki ruslið í rulsatunnuna, eða gleymdi handklæðinu heima,“ segir á heimasíðu Breiðabliks. Einar hafi jafnan haft góð ráð, full af húmor á takteinum fyrir þessa skjólstæðinga sína, þegar þeir hafi verið útaf sporinu. „Þessi ráð voru reyndar fæst fengin úr Biblíunni, en þeim mun minnisstæðari fyrir þiggjendurna, sem sumir vitna í þau enn.“ Blikar fagna bikarmeistaratitlinum í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Góður vitnisburður um hvað Einar hafi verið vel kynntur í sínu starfi séu þær fjölmörgu kveðjur sem honum bárust á sjötugsafmæli sínu frá fjölda Breiðabliksfólks, jafnt afreks- og námsfólki erlendis, sem iðkendum hér heima, fyrr og nú. „Við sama tækifæri var Einar enn fremur sæmdur Gullmerki Breiðabliks í viðurkenningarskyni fyrir framlag hans til félagsins. Það er margs að minnast síðan leiðir Einars og Breiðabliks lágu saman, enda hefur á þessum tíma orðið algjör bylting í starfi og aðstöðu félagsins. Félagið margfaldast að stærð og mannvirkin sömuleiðis. Á þessum breytingatímum hefur Einar ásamt öðru starfsfólki félagsins átt hvað mestan þátt í því að skapa þann góða anda sem ríkt hefur í Smáranum frá upphafi,“ segir á vefsíðu Breiðabliks. Andlát Breiðablik Kópavogur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
Einar var sæmdur gullmerki Breiðablik þegar hann varð sjötugur í fyrra en félagið segir hann hafa átt hvað mestan þátt að skapa þann góða anda sem ríkt hafi í íþróttahúsinu Smáranum frá upphafi. Hvunndagshetja í orðsins fyllstu merkingu. Einar lést þann 13. febrúar, langt fyrir aldur fram eins og segir í minningarorðum á heimasíðu Breiðabliks. Einar flutti í Kópavoginn fyrir um fjörutíu árum og byrjaði strax ásamt konu sinni Ásdísi að taka virkan þátt í félagsstörfum en börn þeirra æfðu íþróttir hjá félaginu. Smárinn í Kópavogi hvar ungir sem aldnir Blikar áttu í samskiptum við Einar árum saman.Vísir/vilhelm Einar lét einkum til sín taka um langt um árabil sem sjálfboðaliði í starfi hjá knattspyrnudeild félagsins. Var hann í þeim góða hópi fólks sem sem sá um að koma Gull- & silfurmótinu, forvera Símamótsins, á legg. Mótið er elsta og umfangsmesta knattspyrnumót sem haldið er fyrir stúlkur hérlendis. Einar starfaði við Símamótið óslitið síðan. Einar var jafnframt umsjónarmaður yngri flokka drengja um árabil og sat ennfremur í meistaraflokksráði karla um tíma. Frá árinu 1991 varð hann starfsmaður félagsins við íþróttamannvirkin í Smáranum, fyrst við gervigrasvöllin þar sem hann starfaði með Jóni Inga Ragnarssyni, og síðar við íþróttahúsið Smárann sem vígt var haustið 1994. Hann starfaði óslitið hjá félaginu uns hann lét af störfum 27. febrúar 2020, daginn fyrir 70 ára afmælisdaginn, eftir 29 ára starf. Frá viðureign Real Madrid og Breiðabliks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á snævi þökktum Kópavogsvelli.Vísir/Vilhelm „Óhætt er að segja að Einar hafi í starfi sínu í Smáranum verið réttur maður á réttum stað. Frábær samstarfsmaður, ósérhlífinn, þjónustulundaður með afbrigðum og alveg sérlega laginn að umgangast börn og unglinga. Sannkallað ljúfmenni með hjartað á réttum stað, ætið reiðubúinn að leiðbeina og leiðrétta smávægilegar yfirsjónir smáfólks, sem kannski skildi skóna eftir á röngum stað, lét ekki ruslið í rulsatunnuna, eða gleymdi handklæðinu heima,“ segir á heimasíðu Breiðabliks. Einar hafi jafnan haft góð ráð, full af húmor á takteinum fyrir þessa skjólstæðinga sína, þegar þeir hafi verið útaf sporinu. „Þessi ráð voru reyndar fæst fengin úr Biblíunni, en þeim mun minnisstæðari fyrir þiggjendurna, sem sumir vitna í þau enn.“ Blikar fagna bikarmeistaratitlinum í fyrra.Vísir/Hulda Margrét Góður vitnisburður um hvað Einar hafi verið vel kynntur í sínu starfi séu þær fjölmörgu kveðjur sem honum bárust á sjötugsafmæli sínu frá fjölda Breiðabliksfólks, jafnt afreks- og námsfólki erlendis, sem iðkendum hér heima, fyrr og nú. „Við sama tækifæri var Einar enn fremur sæmdur Gullmerki Breiðabliks í viðurkenningarskyni fyrir framlag hans til félagsins. Það er margs að minnast síðan leiðir Einars og Breiðabliks lágu saman, enda hefur á þessum tíma orðið algjör bylting í starfi og aðstöðu félagsins. Félagið margfaldast að stærð og mannvirkin sömuleiðis. Á þessum breytingatímum hefur Einar ásamt öðru starfsfólki félagsins átt hvað mestan þátt í því að skapa þann góða anda sem ríkt hefur í Smáranum frá upphafi,“ segir á vefsíðu Breiðabliks.
Andlát Breiðablik Kópavogur Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira