Ósamþykkt 16 fermetra „íbúð“ á 17 og hálfa milljón Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 13:24 Íbúðin er að verulegu leyti undir súð og þurfa menn ekki að vera mjög hávaxnir ef þeir ætla að standa uppréttir við eldamennskuna. Svo virðist sem einskonar sturlun hafi gripið um sig á fasteignamarkaði og er slegist um eignir. Fasteignasali til 32 ára segist aldrei hafa séð annað eins. Nýlega birtist fasteignaauglýsing á Vísi sem hefur fengið fólk til að reka upp stór augu: „Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“ Í umsögn í fasteignaauglýsingunni kemur fram að gólfflötur sé rúmlega sex fermetrum stærri en það sem mælist undir 1,80 í lofthæð og því megi segja að um sér að ræða 22 fermetra. En eignin skiptist í stofu/svefnherbergi, eldhús og snyrtingu og sameiginlegt baðherbergi framan við inngang.“ Þegar komin tilboð í eignina Þórarinn M. Friðgeirsson fasteignasali segir í samtali við Vísi að sú aðstaða sé eingöngu nýtt af þeim sem tilheyra íbúðinni sem til sölu er. Vísir hefur fjallað um ófremdarástand á fasteignamarkaði. Má þetta heita eðlileg verðlagning á þessari tilteknu eign? Því ræður væntanlega markaðurinn. Að sögn Þórarins liggja ekki enn fyrir tilboð nálægt uppsettu verði. „En ég hef verið að fá tilboð, það er ekkert til á markaðinum og þetta virðist raunin; menn eru komnir í hátt í milljón á fermeter á minnstu íbúðunum. Við eigum eftir að sjá hvað þetta selst á en ég hef grun um að þetta fari ekki á mikil lægra. Ég hef verið að sýna þetta talsvert mikið.“ Þórarinn segist hafa heyrt talað um dæmi þess efnis að eitt herbergi hafi selst á 10 til 12 milljónir. En þetta sé íbúð; stofa og svefnrými. Rýkur allt út? „Nei, ekki allt en það er góður gangur í öllu sem maður fær til sölu. Ég hef verið í þessum bransa 32 ár og ég man aldrei annað eins hvað varðar takmarkað framboð á eignum. Og ég hef upplifað hæðir og lægðir.“ Slegist um nánast hvaða eign sem er Erum við þá að tala um einhvers konar sturlunarástand? „Já, eða bara sem dæmi. Ég var með íbúð í sölu fyrir mánuði síðan. Það mættu 85 á opið hús. Þetta er íbúð í miðborginni. Hún endaði í nokkrum milljónum yfir ásettu verði. Ég fékk sex tilboð en gat sagt strax við fólk, en það voru um 10 til 12 önnur tilboð á leiðinni, að það væri komið miklu hærra tilboð en ásett. Þá bakkaði fólk út.“ Þórarinn segir það altalað meðal fasteignasala nú að það þyki hreinlega eitthvað skrýtið ef eign selst ekki út á eina auglýsingu, eins og hann orðar það. Þá fari menn að spyrja sig hvort það sé eitthvað að? „Markaðurinn er orðinn furðulegur. Fólk ætti að gefa sér tíma í að selja, að öllu jöfnu. Þetta er skrítið ástand. Menn geta baunað á borgina og sagt það vanti þetta og hitt en vandamálið er að ekki er verið að byggja fyrir fyrstu kaupendur. Það liggur fyrir. Við þurfum að byggja Hraunbæinn aftur, það þarf nýtt svoleiðis hverfi, þar sem eru íbúðir hæfilega stórar.“ Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira
Nýlega birtist fasteignaauglýsing á Vísi sem hefur fengið fólk til að reka upp stór augu: „Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“ Í umsögn í fasteignaauglýsingunni kemur fram að gólfflötur sé rúmlega sex fermetrum stærri en það sem mælist undir 1,80 í lofthæð og því megi segja að um sér að ræða 22 fermetra. En eignin skiptist í stofu/svefnherbergi, eldhús og snyrtingu og sameiginlegt baðherbergi framan við inngang.“ Þegar komin tilboð í eignina Þórarinn M. Friðgeirsson fasteignasali segir í samtali við Vísi að sú aðstaða sé eingöngu nýtt af þeim sem tilheyra íbúðinni sem til sölu er. Vísir hefur fjallað um ófremdarástand á fasteignamarkaði. Má þetta heita eðlileg verðlagning á þessari tilteknu eign? Því ræður væntanlega markaðurinn. Að sögn Þórarins liggja ekki enn fyrir tilboð nálægt uppsettu verði. „En ég hef verið að fá tilboð, það er ekkert til á markaðinum og þetta virðist raunin; menn eru komnir í hátt í milljón á fermeter á minnstu íbúðunum. Við eigum eftir að sjá hvað þetta selst á en ég hef grun um að þetta fari ekki á mikil lægra. Ég hef verið að sýna þetta talsvert mikið.“ Þórarinn segist hafa heyrt talað um dæmi þess efnis að eitt herbergi hafi selst á 10 til 12 milljónir. En þetta sé íbúð; stofa og svefnrými. Rýkur allt út? „Nei, ekki allt en það er góður gangur í öllu sem maður fær til sölu. Ég hef verið í þessum bransa 32 ár og ég man aldrei annað eins hvað varðar takmarkað framboð á eignum. Og ég hef upplifað hæðir og lægðir.“ Slegist um nánast hvaða eign sem er Erum við þá að tala um einhvers konar sturlunarástand? „Já, eða bara sem dæmi. Ég var með íbúð í sölu fyrir mánuði síðan. Það mættu 85 á opið hús. Þetta er íbúð í miðborginni. Hún endaði í nokkrum milljónum yfir ásettu verði. Ég fékk sex tilboð en gat sagt strax við fólk, en það voru um 10 til 12 önnur tilboð á leiðinni, að það væri komið miklu hærra tilboð en ásett. Þá bakkaði fólk út.“ Þórarinn segir það altalað meðal fasteignasala nú að það þyki hreinlega eitthvað skrýtið ef eign selst ekki út á eina auglýsingu, eins og hann orðar það. Þá fari menn að spyrja sig hvort það sé eitthvað að? „Markaðurinn er orðinn furðulegur. Fólk ætti að gefa sér tíma í að selja, að öllu jöfnu. Þetta er skrítið ástand. Menn geta baunað á borgina og sagt það vanti þetta og hitt en vandamálið er að ekki er verið að byggja fyrir fyrstu kaupendur. Það liggur fyrir. Við þurfum að byggja Hraunbæinn aftur, það þarf nýtt svoleiðis hverfi, þar sem eru íbúðir hæfilega stórar.“
„Nönnugata 1, 101 Reykjavík17.500.000 kr. 15,9 m², fjölbýlishús, 1 herbergi Eignamiðlun kynnir: Nönnugata 1, 15,9 fm 1 herb.ósamþykkt íbúð á 2.hæð í að sjá góðu húsi á frábærum stað í miðborginni. Talsvert yfirfarin eign, stúdíóíbúð með eldhús, stofu/ svefnherbergi, snyrtingu og fl. sérgeymsla í sameign. Nýl. gluggar að hluta, nýl yfirfarnar skolplagnir.“ Þessi auglýsing er til umræðu á samfélagsmiðlum: „Fermeterinn á 1.166.000 kr í 94 ára gömlu húsi, þar sem málshefjandi getur nær örugglega ekki staðið uppréttur við eldhúsvaskinn. Hvert erum við eiginlega komin?“
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Sjá meira