Fiskskortur vegna rysjóttrar tíðar Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2022 10:53 Sigfús Sigurðsson, Fúsi fisksali, segir að vont veður hafi óhjákvæmlega áhrif á framboðið í borðinu. En hann á þó alltaf fiskbita fyrir sína viðskiptavini. Vísir/Sigurjón Skip hafa ekki komist á miðin með reglubundnum hætti vegna óhagstæðs veðurfars. Þetta hefur meðal annars haft þau áhrif að framboð er ekki gott í fiskbúðum sem hefur svo áhrif á verð. Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda. Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Sigfús Sigurðsson, fisksali og fyrrverandi atvinnumaður í handbolta, rekur einkar vinsæla fiskbúð – Fiskbúð Fúsa – í Skipholtinu. Hann segir takmarkað framboð samspil margra þátta en vond tíð leiki þar vissulega stórt hlutverk. „Það hefur verið minna af fiski á markaði heldur en verið hefur venjulega. Minna framboð.“ Ekki margir á miðunum Fúsi segir Covid, meiri útflutning sem datt niður í fyrra og svo veðráttan hafa þar áhrif. Hann kaupir sinn fisk á markaði eins og flestir fisksalar. Hann segir minna af fiski þegar viðrar illa, eðli máls samkvæmt. „Það eru ekki margir á miðunum núna. Þetta eru litlir gluggar.“ Þetta hefur áhrif á framboð allra fisktegunda. Og það hefur svo áhrif á verðlagið þegar margir eru að berjast um fiskinn á markaði. „Maður veigrar sér við að kaupa sumar tegundirnar. Flestir fisksalar vinna þetta þannig; þeir vilja ekki bjóða uppá eitthvað hjá sér í borðinu, sem þeir myndi ekki tíma að kaupa sjálfir,“ segir Fúsi og bregður fyrir sig íþróttalegu tungutaki: „Gæðalega og verðlagslega séð.“ Miklar verðhækkanir á þorski Að sögn Fúsa hefur ýsan og þorskurinn hækkað allsvakalega í verði að undanförnu. „Á tímabili voru fisksalar að borga með þorski út úr búð. Ef þú hækkar verðið uppúr öllu valdi selst fiskurinn ekki.“ En Fúsi segir að þá snúist þetta um þjónustu og fisksalar reyna þá að ná inn tapinu á öðrum tegundum og/eða vonast til að aðstæður breytist. Verð til fisksala ræðst á markaði. Og þegar lítið er um fisk rýkur verðið upp. Fiskur til útflutnings er einnig keyptur á markaði, frystur og hausaður og þá skiptir gengi krónunnar eðlilega miklu máli. Í haust rauk meðalverð á þorskílói upp í 809 krónur en hafði verið í um 380, sem er rúm 200 prósenta hækkun á markaði, sem augljóslega hefur áhrif á verðlag til íslenskra neytenda.
Fiskur Sjávarútvegur Verslun Neytendur Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira