Mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2022 16:52 Stefán Eiríksson og Heiðar Örn Sigurfinnsson. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri Ríkisútvarpsins, segja mikilvægt að fjölmiðlar geti tekið við upplýsingum í trúnaði og án þess að þurfa að gera grein fyrir uppruna þeirra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Stefáni og Heiðari. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, er en þeirra blaðamanna sem hafa fengið stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Rannsókn þessi snýr að umfjöllun fjögurra blaðamanna um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslur yfir öllum blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og Ríkisútvarpsins var frestað í gær á meðan Héraðsdómur Norðurlands eystra tekur lögmæti aðgerða lögreglunnar til skoðunar. Sjá einnig: Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Í yfirlýsingu þeirra Stefáns og Heiðars segir að þó enn séu mörg atriði í tengslum við rannsókn lögreglunnar óljós og til skoðunar hjá héraðsdómi, sé mikilvægt að hafa það sem þeir segja grundvallarsjónarmið í huga. „Forsenda fyrir því að fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt er að þeir geti aflað upplýsinga um mál sem hafa þýðingu fyrir almenning og miðlað þeim án afskipta annarra. Einn þáttur í þessu sjálfstæði fjölmiðla er að þeir geti tekið við slíkum upplýsingum í trúnaði án þess að þurfa að gera grein fyrir hvaðan eða frá hverjum þær stafi, líkt og staðfest hefur verið í dómum Hæstaréttar og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að ljóst sé að „hafi gögn að geyma efni, sem eiga erindi til almennings og varða mál, sem styr hefur staðið um í þjóðfélaginu, er fjölmiðlum rétt að fjalla um slíkt, jafnvel þótt um sé t.d. að ræða einkagögn sem fjölmiðlum eru fengin.“ Þeir Stefán og Heiðar segja þar Ríkisútvarpið og starfsmenn þess hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi við störf, enda séu þau grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi og þau verði að virða í hvívetna. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Lögreglumál Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. 19. febrúar 2022 15:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá þeim Stefáni og Heiðari. Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks, er en þeirra blaðamanna sem hafa fengið stöðu sakbornings í rannsókn Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Rannsókn þessi snýr að umfjöllun fjögurra blaðamanna um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja. Yfirheyrslur yfir öllum blaðamönnum Kjarnans, Stundarinnar og Ríkisútvarpsins var frestað í gær á meðan Héraðsdómur Norðurlands eystra tekur lögmæti aðgerða lögreglunnar til skoðunar. Sjá einnig: Yfirheyrslum allra blaðamannanna frestað Í yfirlýsingu þeirra Stefáns og Heiðars segir að þó enn séu mörg atriði í tengslum við rannsókn lögreglunnar óljós og til skoðunar hjá héraðsdómi, sé mikilvægt að hafa það sem þeir segja grundvallarsjónarmið í huga. „Forsenda fyrir því að fjölmiðlar geti rækt hlutverk sitt er að þeir geti aflað upplýsinga um mál sem hafa þýðingu fyrir almenning og miðlað þeim án afskipta annarra. Einn þáttur í þessu sjálfstæði fjölmiðla er að þeir geti tekið við slíkum upplýsingum í trúnaði án þess að þurfa að gera grein fyrir hvaðan eða frá hverjum þær stafi, líkt og staðfest hefur verið í dómum Hæstaréttar og dómum Mannréttindadómstóls Evrópu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að ljóst sé að „hafi gögn að geyma efni, sem eiga erindi til almennings og varða mál, sem styr hefur staðið um í þjóðfélaginu, er fjölmiðlum rétt að fjalla um slíkt, jafnvel þótt um sé t.d. að ræða einkagögn sem fjölmiðlum eru fengin.“ Þeir Stefán og Heiðar segja þar Ríkisútvarpið og starfsmenn þess hafa þessi sjónarmið að leiðarljósi við störf, enda séu þau grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi og þau verði að virða í hvívetna.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Lögreglumál Tengdar fréttir Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21 Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00 Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. 19. febrúar 2022 15:50 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Brynjar þráspurði Jón Trausta um hvort Stundin væri með gögnin úr síma Páls Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, þráspurði Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra Stundarinnar um hvort að fjölmiðlinn hefði gögn úr síma Páls Steingrímssonar undir höndum. Brynjar telur að blaðamennirnir fjórir sem hafa réttarstöðu grunaðra væru ekki með slíka réttarstöðu ef málið snerist eingöngu um nýtingu blaðamanna á gögnum. 20. febrúar 2022 13:21
Segir Páleyju gengna til liðs við „skæruliðadeild Samherja“ Nokkuð fjölmenn mótmæli fóru fram bæði í Reykjavík og á Akureyri í dag vegna rannsóknar lögreglu á fjórum blaðamönnum og umfjöllun þeirra. Ræðumenn vildu meina að lögregla væri að vega að tjáningarfrelsinu og sumir gengu svo langt að kalla tilburði hennar fasíska. 19. febrúar 2022 22:00
Þrumuræða Kristins um rannsókn á blaðamönnum: „Gallsúrt íslenskt afbrigði af fasisma“ Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, tók til máls á mótmælafundi sem haldinn var á Austurvelli í dag. Þar var rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fjórum blaðamönnum mótmælt og var Kristni nokkuð heitt í hamsi. 19. febrúar 2022 15:50