Ekki séð eins mikinn snjó síðan 2008 Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. febrúar 2022 12:53 Snjórinn hefur fokið upp að ýmsum húsum og bílum í Eyjum og safnast þar saman. Indíana Guðný Kristinsdóttir Veðurviðvaranir hafa verið í gildi á öllu Suður- og Vesturlandi síðan í gær. Í Vestmannaeyjum hefur gríðarlegt fannfergi valdið miklum truflunum á samfélaginu og segjast Eyjamenn ekki muna eftir eins miklum snjó í rúman áratug. Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir. Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Allar götur í Vestmannaeyjum voru ófærar í morgun eftir veðurham næturinnar. Ákveðið var að hætta að ryðja göturnar í gær vegna snjófoks. „Þannig það var bara vitleysa að vera úti, það var bara stórhættulegt, sérstaklega á svona stórum snjóruðningstækjum að vera að skafa og sjá ekki neitt. Og þá geta menn þess vegna bara farið utan í bíla og slíkt þannig að við ákváðum að þeir hættu að ryðja,“ segir Þórir Rúnar Geirsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Veðrið versnaði verulega á öllu Suðvesturhorni landsins seinni partinn í gær. Til dæmis festust um 330 ferðamenn í Bláa lóninu seint í gær vegna lokunar á Grindavíkurvegi og í morgun fauk rúta út af Reykjanesbrautinni. Allt lokaði fyrr í gær Í Eyjum hefur færð á vegum verið helsta vandamálið. „Fyrirtæki og skemmtistaðir lokuðu snemma í gærkvöldi og björgunarfélag sá um að aka starfsfólki þessara fyrirtækja aftur heim til sín. Og björgunarfélag er einnig búið að sinna því að keyra fólk í og úr vinnu eins og á ýmsar stofnanir í Eyjum, spítalann og elliheimili og slíkt,“ segir Þórir Rúnar. Hann segist sjálfur ekki muna eftir svo miklum snjó í Eyjum á síðustu árum. „Ég er svo nýlega fluttur aftur heim en mér eldri menn segja að síðast hafi verið svona mikill snjór árið 2008. Annars festir snjó yfirleitt ekki í Eyjum en þetta er alveg ágætt af snjókomu.“ Ofsaveður í kortunum En óveðrinu er hvergi nærri lokið þó veðurviðvaranir á landinu falli úr gildi í dag. Seint á morgun er nefnilega gert ráð fyrir stormi eða ofsaveðri á öllu landinu og gerir Veðurstofan ráð fyrir því að gefin verði út appelsínugul viðvörun fyrir allt landið. Þórir er eins og flestir orðinn ansi þreyttur á veðrinu. „Ég er nú nokkuð þreyttur sko. Ég er farinn að hanga á netinu að leita mér að ferð á Tenerife. En við sjáum hvað gerist. Það er stutt í sumarið,“ segir Þórir.
Veður Vestmannaeyjar Lögreglumál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira