Leiðtogar aðskilnaðarsinna skipa borgurum að flýja til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 18. febrúar 2022 15:35 Frá Donetsk í Úkraínu. Verið er að flytja íbúa til Rússlands. AP/Alexei Alexandrov Denisi Pushilin, leiðtogi aðskilnaðarsinna Donetsk í austurhluta Úkraínu, tilkynnti í dag að almennir borgarar héraðsins yrðu fluttir til Rússlands. Leiðtogar Lunhansk, hins héraðsins þar sem aðskilnaðarsinnar sem studdir eru af Rússum stjórna, hafa einnig tilkynnt að flytja eigi íbúa á brott. Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum. Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Í ávarpi sagði Pushilin að yfirvöld í Rússlandi hefðu samþykkt að taka á móti borgurunum. Hann sagði að konur, börn og eldri borgarar yrðu að fara á brott og samkvæmt samkomulagi við ráðamenn í Rússlandi væru híbýli fyrir fólkið tilbúin í Rostov-héraði í Rússlandi, samkvæmt frétt Washington Post. Samkvæmt fréttaveitunni RIA Nostovi hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skipað ríkisstjórn sinni að tryggja fólkinu skjól og að hverjum flóttamanni verði veittar tíu þúsund rúblur. Íbúar á svæðinu hafa fengið SMS um að þeir eigi að flýja og eiga rútur að flytja fólk til Rússlands. Langar biðraðir hafa myndast við bensínstöðvar á svæðinu og sömuleiðis við landamærastöðvar á landamærum Rússlands. #Ukraine : traffic at a border crossing between the #DNR and #Russia as civilians are not waiting for the buses to be evacuated. Thousands are leaving at their own initiative. pic.twitter.com/1iVO8znlih— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) February 18, 2022 Sírenur hafa hljómað í Donetsk í dag en aðskilnaðarsinnarnir segjast bæði hafa komið í veg fyrir árás úkraínska hersins á efnaverksmiðju og að von sé á stórsókn hersins. Úkraínumenn og blaðamenn í Úkraínu segja engin ummerki um sókn hersins og yfirlýsingum um meinta árás hefur verið mætt af mikilli tortryggni. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sendi í dag út yfirlýsingu um að Úkraínumenn hefðu hvort reynt að gera árás á Úkraínu né ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnum. We categorically refute Russian disinformation reports on Ukraine’s alleged offensive operations or acts of sabotage in chemical production facilities. Ukraine does not conduct or plan any such actions in the Donbas. We are fully committed to diplomatic conflict resolution only.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) February 18, 2022 Rússar hafa á undanförnum vikum komið á annað hundrað þúsund hermönnum fyrir við landamæri Úkraínu. Óttast er að Rússar ætli sér að gera aðra innrás í landið og hafa vestrænir ráðamenn sagt að mögulega reyni Rússar að skapa átyllu til innrásar. Það gæti meðal annars verið með því að falsa árás Úkraínuhers á aðskilnaðarsinna. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að Rússar virtust vera að undirbúa innrás og að þrátt fyrir yfirlýsingar um fækkun hermanna færi þeim fjölgandi. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna sló á svipaða strengi og benti til að mynda á að rússneski herinn væri að safna blóði. Sjá einnig: Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga af landinu. Þá hafa þeir einnig staðið þétt við bakið á aðskilnaðarsinnum sem lögðu undir sig stór svæði í Úkraínu sama ár. Það hafa þeir gert með því að útvega aðskilnaðarsinnum vopn og rússneskir hermenn hafa sömuleiðis barist með þeim. Yfirvöld í Kænugarði segja um fimmtán þúsund manns hafa fallið í átökunum. Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað ríkisstjórn Úkraínu um þjóðarmorð gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins og varað við því að herinn ætli sér að ráðast gegn aðskilnaðarsinnunum.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06 Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05 Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Rússar gagnrýna stuðningsyfirlýsingu Guðna forseta Rússneska sendiráðið á Íslandi segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með stuðningsyfirlýsingu forseta Íslands. Forseti lýsti yfir stuðningi við Úkraínu í gær og bað Rússa um að draga úr viðbúnaði við landamæri landsins. 17. febrúar 2022 18:06
Saka hvora aðra um að brjóta gegn vopnahléi Stjórnarher Úkraínu segir aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins hafa skotið sprengjum að leikskóla. Aðskilnaðarsinnarnir, sem eru studdir af Rússlandi, segja stjórnarherinn hafa skotið sprengjum á þá fyrst. 17. febrúar 2022 12:05
Sjá ekki að Rússar fækki hermönnum Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins segjast ekki sjá ummerki þess að Rússar séu að draga úr viðbúnaði við landamæri Úkraínu. Ráðamenn í Rússlandi segjast vera að fækka hermönnum á svæðinu en þeim yfirlýsingum hefur verið tekið með tortryggni. 16. febrúar 2022 12:59