HK vann góðan fjögurra marka sigur gegn Aftureldingu, 31-27, og liðið mætir því Íslands- og bikarmeisturum KA/Þór í átta liða úrslitum.
Þá vann ÍBV afar sannfærandi 26 marka sigur gegn Fylki/Fjölni, og á Selfossi höfðu Haukar betur gegn heimakonum 39-29.
Mesta spennan var í Breiðholti þar sem ÍR tók á móti Gróttu. Eftir að venjulegum leiktíma lauk var allt jafnt, 26-26, og því þurfti að framlengja.
Enn var allt í jánum eftir fyrri hálfleik framlengingarinnar og hvorugu liðinu tókst að knýja fram sigur í þeim síðari. Staðan að framlengingu lokinni var 29-29, og því þurfti að framlengja aftur til að skera úr um sigurvegara.
Heimakonur í ÍR leiddu með einu marki eftir fyrri fimm mínútur síðari framlengingarinnar og þær héldu forskoti sínu út seinni fimm mínúturnar. Lokatölur eftir tvíframlengdan leik urðu 35-33, ÍR í vil, og liðið er því á leið í átta liða úrslit.